Jólahefð eða innræting? Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. desember 2014 07:00 Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“ Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.“ Sú spurning vaknar þá hvers vegna VG ræðst að fagfólkinu í skólunum og sakar það að ósekju um að brjóta reglurnar. Ætlar flokkurinn þá að beita sér fyrir því að þær verði endurskoðaðar þannig að algjörlega verði tekið fyrir kirkjuferðir á aðventunni? Og ætla aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum að styðja þá reglubreytingu? Foreldrar hafa getað valið að börn þeirra fari ekki með í kirkjuferðir skóla. Það sem er í boði í staðinn þarf þá líka að vera skemmtilegur og metnaðarfullur valkostur. Valfrelsið er gott, en bent hefur verið á að það geti þýtt að einhverjum finnist hann hafður útundan. Við þurfum að vanda okkur við framkvæmdina, en þetta eru ekki rök fyrir að hætta kirkjuferðunum. Við getum spurt sem svo: Ef foreldrar óskuðu þess að börnin þeirra lærðu ekki um önnur trúarbrögð en kristni og legðust gegn því að þau færu til dæmis í vettvangsferð í bænahús múslima, myndu borgaryfirvöld bregðast við þeim óskum með því að afleggja fræðsluna? Það vekur furðu að á sama tíma og mannréttindaráð borgarinnar leggur áherslu á að efla virðingu fyrir trú og menningu margvíslegra minnihlutahópa skuli formaður þess ráðast að góðri og gamalli jólahefð. Kristið jólahald á sér þúsund ára sögu á Íslandi og er óaðskiljanlegur hluti af okkar menningu, jafnvel þótt margir eða jafnvel flestir taki ekki þátt í því af mikilli trúarsannfæringu. Verðskuldar trúar- og menningararfur meirihluta borgarbúa ekki líka virðingu og umburðarlyndi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“ Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.“ Sú spurning vaknar þá hvers vegna VG ræðst að fagfólkinu í skólunum og sakar það að ósekju um að brjóta reglurnar. Ætlar flokkurinn þá að beita sér fyrir því að þær verði endurskoðaðar þannig að algjörlega verði tekið fyrir kirkjuferðir á aðventunni? Og ætla aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum að styðja þá reglubreytingu? Foreldrar hafa getað valið að börn þeirra fari ekki með í kirkjuferðir skóla. Það sem er í boði í staðinn þarf þá líka að vera skemmtilegur og metnaðarfullur valkostur. Valfrelsið er gott, en bent hefur verið á að það geti þýtt að einhverjum finnist hann hafður útundan. Við þurfum að vanda okkur við framkvæmdina, en þetta eru ekki rök fyrir að hætta kirkjuferðunum. Við getum spurt sem svo: Ef foreldrar óskuðu þess að börnin þeirra lærðu ekki um önnur trúarbrögð en kristni og legðust gegn því að þau færu til dæmis í vettvangsferð í bænahús múslima, myndu borgaryfirvöld bregðast við þeim óskum með því að afleggja fræðsluna? Það vekur furðu að á sama tíma og mannréttindaráð borgarinnar leggur áherslu á að efla virðingu fyrir trú og menningu margvíslegra minnihlutahópa skuli formaður þess ráðast að góðri og gamalli jólahefð. Kristið jólahald á sér þúsund ára sögu á Íslandi og er óaðskiljanlegur hluti af okkar menningu, jafnvel þótt margir eða jafnvel flestir taki ekki þátt í því af mikilli trúarsannfæringu. Verðskuldar trúar- og menningararfur meirihluta borgarbúa ekki líka virðingu og umburðarlyndi?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar