Rodgers hefur veðjað á marga ranga hesta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2014 06:00 Brendan Rodgers þarf að gera betur á félagaskiptamarkaðnum. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn fyrir 41,5 milljarða króna síðan hann kom til Liverpool virðist Brendan Rodgers ekki vera á réttri leið með liðið. Það er úr leik í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa lent í afar auðveldum riðli. Eini sigurinn í riðlinum kom á heimavelli gegn Ludogorets sem telst seint vera í hópi sterkustu liða Evrópu. Sigurmark Liverpool í leiknum kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Ekki beint sannfærandi. Liverpool fékk tækifæri til þess að komast áfram. Það sem til þurfti var heimasigur gegn svissneska liðinu Basel sem hefur ekki verið eins veikt í áraraðir. Var rifjað upp í aðdraganda leiksins hvernig Steven Gerrard bjargaði Liverpool tíu árum áður í sömu stöðu í leik gegn Olympiakos.Kaupin hjá Rodgers - góð og slæm.grafík/MagnúsÍ ljós kom að lítið hefur breyst á þessum tíu árum. Liðið er enn allt of háð Gerrard sem er ekki sami leikmaðurinn og hann var fyrir tíu árum. Engu að síður var hann nálægt því að bjarga sínum mönnum í leiknum. Liverpool varð í öðru sæti ensku deildarinnar á síðustu leiktíð og í raun aðeins einni „dettu“ frá meistaratitlinum að margra mati. Þá héldu margir að fram undan væru bettri tíð með blóm í haga. Liðið komið aftur í Meistaradeildina með ungan, spennandi stjóra og fullt af frambærilegum leikmönnum.Suarez var of mikilvægur Liverpool seldi sinn besta mann frá síðasta tímabili, Luis Suarez, fyrir 75 milljónir punda og keypti í staðinn eina átta leikmenn. Liverpool eyddi þrátt fyrir það aðeins 33 milljónum punda meira í leikmenn en þeir seldu í sumar. Að missa Suarez var meira en liðið réð við. Hann halaði oft inn stig upp á eigin spýtur en það hefur enginn tekið við keflinu. Allir þeir leikmenn sem síðan voru keyptir til félagsins í sumar hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum. Gerrard hefur síðan gefið mikið eftir og þá virðist ákaflega lítið vera eftir.Úr hetju í skúrk Liðið er á leið í Evrópudeildina eftir sneypuförina í deild þeirra bestu og situr aðeins í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er heilum fimmtán stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins fimmtán umferðir. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Brendan Rodgers var hampað sem kraftaverkamanni eru menn farnir að efast um stjórnunarhæfileika hans. Hann þykir ekki hafa staðið sig vel á leikmannamarkaðnum og hefur einnig verið gagnrýndur fyrir stjórnun á hliðarlínunni í vetur. Nú síðast í leiknum gegn Basel. Vegurinn er ekki langur frá því að vera hetja og í að vera skúrkur. Það er Rodgers að upplifa og hann hefur sjálfur viðurkennt að starf hans gæti verið í hættu. Það verður verk stjórnarmanna félagsins á næstu misserum að vega og meta hvort sé betra fyrir félagið. Að halda tryggð við Rodgers, og hans uppbyggingu, eða sparka honum og byrja upp á nýtt með nýjum manni. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn fyrir 41,5 milljarða króna síðan hann kom til Liverpool virðist Brendan Rodgers ekki vera á réttri leið með liðið. Það er úr leik í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa lent í afar auðveldum riðli. Eini sigurinn í riðlinum kom á heimavelli gegn Ludogorets sem telst seint vera í hópi sterkustu liða Evrópu. Sigurmark Liverpool í leiknum kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Ekki beint sannfærandi. Liverpool fékk tækifæri til þess að komast áfram. Það sem til þurfti var heimasigur gegn svissneska liðinu Basel sem hefur ekki verið eins veikt í áraraðir. Var rifjað upp í aðdraganda leiksins hvernig Steven Gerrard bjargaði Liverpool tíu árum áður í sömu stöðu í leik gegn Olympiakos.Kaupin hjá Rodgers - góð og slæm.grafík/MagnúsÍ ljós kom að lítið hefur breyst á þessum tíu árum. Liðið er enn allt of háð Gerrard sem er ekki sami leikmaðurinn og hann var fyrir tíu árum. Engu að síður var hann nálægt því að bjarga sínum mönnum í leiknum. Liverpool varð í öðru sæti ensku deildarinnar á síðustu leiktíð og í raun aðeins einni „dettu“ frá meistaratitlinum að margra mati. Þá héldu margir að fram undan væru bettri tíð með blóm í haga. Liðið komið aftur í Meistaradeildina með ungan, spennandi stjóra og fullt af frambærilegum leikmönnum.Suarez var of mikilvægur Liverpool seldi sinn besta mann frá síðasta tímabili, Luis Suarez, fyrir 75 milljónir punda og keypti í staðinn eina átta leikmenn. Liverpool eyddi þrátt fyrir það aðeins 33 milljónum punda meira í leikmenn en þeir seldu í sumar. Að missa Suarez var meira en liðið réð við. Hann halaði oft inn stig upp á eigin spýtur en það hefur enginn tekið við keflinu. Allir þeir leikmenn sem síðan voru keyptir til félagsins í sumar hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum. Gerrard hefur síðan gefið mikið eftir og þá virðist ákaflega lítið vera eftir.Úr hetju í skúrk Liðið er á leið í Evrópudeildina eftir sneypuförina í deild þeirra bestu og situr aðeins í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er heilum fimmtán stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins fimmtán umferðir. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Brendan Rodgers var hampað sem kraftaverkamanni eru menn farnir að efast um stjórnunarhæfileika hans. Hann þykir ekki hafa staðið sig vel á leikmannamarkaðnum og hefur einnig verið gagnrýndur fyrir stjórnun á hliðarlínunni í vetur. Nú síðast í leiknum gegn Basel. Vegurinn er ekki langur frá því að vera hetja og í að vera skúrkur. Það er Rodgers að upplifa og hann hefur sjálfur viðurkennt að starf hans gæti verið í hættu. Það verður verk stjórnarmanna félagsins á næstu misserum að vega og meta hvort sé betra fyrir félagið. Að halda tryggð við Rodgers, og hans uppbyggingu, eða sparka honum og byrja upp á nýtt með nýjum manni.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira