Innlent

Biður um tveggja ára greiðslufrystingu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Viðar Halldórsson Formaður FH segir eigin fé félagsins vera einn milljarð króna.
Viðar Halldórsson Formaður FH segir eigin fé félagsins vera einn milljarð króna. Mynd/Aðsend
Aðalstjórn Fimleikafélags Hafnarfjarðar óskar eftir því að greiðslusamningur félagsins við Hafnarfjarðarbæ verði frystur frá og með 1. janúar 2014 til og með 31. desember 2015.

Viðar Halldórsson, formaður FH, segist í bréfi til bæjaryfirvalda hafa talið eftir samtöl við fyrrverandi fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar að greiðslurnar væru þegar komnar í frystingu. Hins vegar muni vankunnátta hans í stjórnsýslu og skortur á eftirfylgni með formlegri afgreiðslu málsins koma félaginu í koll fái málið ekki framgang.

„FH er líklega fjárhagslega best stadda félagið á landinu, eiginfjárstaða félagsins er rúmur milljarður. Greiðslusamningurinn stendur í dag í um tuttugu milljónum króna,“ segir Viðar.

Af hverju er félagið þá að óska eftir frystingu? „Annað ágætt félag hér í bænum fékk frystingu á greiðslum í tvö til þrjú ár og viljum við því einnig fá slíka frystingu,“ svarar Viðar og vísar þar til knattspyrnufélagsins Hauka.

Í bréfinu segir jafnframt að beiðnin sé einfaldlega til komin vegna skerðingar rekstrarsamnings áranna 2009-2013. Sú skerðing hafi haft veruleg áhrif á rekstur félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×