Aron vill sjá meiri grimmd hjá yngri leikmönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2014 06:45 Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir erfitt að hlúa að framtíðarmönnum íslenska handboltalandsliðsins miðað við núverandi fjárhagsumhverfi handboltahreyfingarinnar á Íslandi. fréttablaðið/vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að það hafi verið eitt af stóru markmiðum sínum þegar hann tók við starfinu fyrir tveimur árum að auka breiddina í landsliðinu. Til þess að það geti orðið að veruleika og auðveldað þar með kynslóðaskiptin sem fram undan eru þurfi mun meira fjármagn en Handknattleikssamband Íslands hefur úr að spila í dag. Eins og Fréttablaðið benti á á mánudaginn er meðalaldur íslenska landsliðsins hár og framlag yngri leikmanna ekki mikið. Það kom í ljós í grátlegu tapi Íslands í Svartfjallalandi í undankeppni EM 2015 á sunnudag. Aron segir að hann hafi tekið við góðu búi þegar hann gerðist landsliðsþjálfari í ágúst árið 2012. „En það voru fáir menn að spila í liðinu og þörf fyrir að auka breiddina enda hafði það setið á hakanum í mörg ár,“ segir Aron við Fréttablaðið. „Það hef ég reynt að gera. Ég hef gefið yngri leikmönnum tækifæri og verið með æfingaverkefni fyrir þá. En það sem hefur vantað er leikjaverkefni. Vandamálið er af fjárhagslegum toga því HSÍ hefur ekki getað orðið við beiðnum mínum um fleiri æfingaleiki fyrir landsliðið.“ Ísland lék þrjá æfingaleiki gegn Portúgal í júní fyrir leikina gegn Bosníu í undankeppni HM 2015. Þrátt fyrir að Ísland hafi tapað fyrir Bosníu segir Aron að leikirnir gegn Portúgal hafi sýnt að slíkra leikja er þörf. „Leikir sem þessir stytta þau skref sem yngri leikmenn þurfa að taka þegar kemur að því að sýna sig á stóra sviðinu.“Meiri samkeppni frá þeim yngri Aron sér ekki eftir þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið á síðustu tveimur árum né heldur vali á leikmönnum í síðasta landsliðsverkefni. „Ég valdi reynslumikla menn og tel að það hafi verið rétt. Ég gat heldur ekki séð að það þessir elstu og reynslumestu leikmenn okkar hafi verið slakir í þessu verkefni,“ segir Aron og bætir við: „Yngri leikmennirnir þurfa líka að slá þá eldri út. Ég vil sjá meiri grimmd frá þeim – að þeir nýti sín tækifæri til að taka sætið af þeim eldri og skapi þannig samkeppni í landsliðinu.“ Aron bendir á að það hafi verið mikið um meiðsli hjá lykilmönnum landsliðsins og að það hafi skapað svigrúm fyrir yngri leikmenn – til dæmis í stöðu vinstri skyttu. „Þar hafa menn fengið mikil tækifæri en ef til vill ekki náð að svara kallinu,“ segir hann.Heyrðum í viðvörunarbjöllunum Aron varar þó við of mikilli neikvæðni og biður um raunsæja gagnrýni. „Menn fara að velta ýmsu fyrir sér þegar áföllin dynja yfir og óneitanlega hafa viðvörunarbjöllurnar verið að hringja. Við erum vel meðvitaðir um það enda hefur ekki vantað viljann til að bregðast við vandanum. Við höfum gert eins mikið og kostur er en það þarf að fórna meiri fjármunum til þess að sinna því sem skyldi.“ Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í síðustu viku er HSÍ einnig í vandræðum með aðstöðu sína í Laugardalshöll sem stenst ekki lengur alþjóðlegar kröfur. Aron segir það enn einn flötinn á vandamálinu. „Laugardalshöllin er barn síns tíma. Áhorfendur eru allt of fáir, umgjörðin er til vandræða, plássið ekki nægilegt og svo framvegis. Þegar það blasir við er erfitt fyrir íþróttina að þróast áfram,“ segir Aron. „Ef við miðum við önnur lönd þá þarf einfaldlega meiri pening frá ríkisvaldinu fyrir afreksíþróttir. HSÍ hefur verið með öfluga bakhjarla og styrktaraðila í gegnum tíðina en það þarf meira til, hvaðan sem það kemur. Miðað við hvernig fjármununum hefur verið eytt finnst mér í góðu lagi að bæta í styrki fyrir afreksíþróttirnar okkar.“ Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að það hafi verið eitt af stóru markmiðum sínum þegar hann tók við starfinu fyrir tveimur árum að auka breiddina í landsliðinu. Til þess að það geti orðið að veruleika og auðveldað þar með kynslóðaskiptin sem fram undan eru þurfi mun meira fjármagn en Handknattleikssamband Íslands hefur úr að spila í dag. Eins og Fréttablaðið benti á á mánudaginn er meðalaldur íslenska landsliðsins hár og framlag yngri leikmanna ekki mikið. Það kom í ljós í grátlegu tapi Íslands í Svartfjallalandi í undankeppni EM 2015 á sunnudag. Aron segir að hann hafi tekið við góðu búi þegar hann gerðist landsliðsþjálfari í ágúst árið 2012. „En það voru fáir menn að spila í liðinu og þörf fyrir að auka breiddina enda hafði það setið á hakanum í mörg ár,“ segir Aron við Fréttablaðið. „Það hef ég reynt að gera. Ég hef gefið yngri leikmönnum tækifæri og verið með æfingaverkefni fyrir þá. En það sem hefur vantað er leikjaverkefni. Vandamálið er af fjárhagslegum toga því HSÍ hefur ekki getað orðið við beiðnum mínum um fleiri æfingaleiki fyrir landsliðið.“ Ísland lék þrjá æfingaleiki gegn Portúgal í júní fyrir leikina gegn Bosníu í undankeppni HM 2015. Þrátt fyrir að Ísland hafi tapað fyrir Bosníu segir Aron að leikirnir gegn Portúgal hafi sýnt að slíkra leikja er þörf. „Leikir sem þessir stytta þau skref sem yngri leikmenn þurfa að taka þegar kemur að því að sýna sig á stóra sviðinu.“Meiri samkeppni frá þeim yngri Aron sér ekki eftir þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið á síðustu tveimur árum né heldur vali á leikmönnum í síðasta landsliðsverkefni. „Ég valdi reynslumikla menn og tel að það hafi verið rétt. Ég gat heldur ekki séð að það þessir elstu og reynslumestu leikmenn okkar hafi verið slakir í þessu verkefni,“ segir Aron og bætir við: „Yngri leikmennirnir þurfa líka að slá þá eldri út. Ég vil sjá meiri grimmd frá þeim – að þeir nýti sín tækifæri til að taka sætið af þeim eldri og skapi þannig samkeppni í landsliðinu.“ Aron bendir á að það hafi verið mikið um meiðsli hjá lykilmönnum landsliðsins og að það hafi skapað svigrúm fyrir yngri leikmenn – til dæmis í stöðu vinstri skyttu. „Þar hafa menn fengið mikil tækifæri en ef til vill ekki náð að svara kallinu,“ segir hann.Heyrðum í viðvörunarbjöllunum Aron varar þó við of mikilli neikvæðni og biður um raunsæja gagnrýni. „Menn fara að velta ýmsu fyrir sér þegar áföllin dynja yfir og óneitanlega hafa viðvörunarbjöllurnar verið að hringja. Við erum vel meðvitaðir um það enda hefur ekki vantað viljann til að bregðast við vandanum. Við höfum gert eins mikið og kostur er en það þarf að fórna meiri fjármunum til þess að sinna því sem skyldi.“ Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í síðustu viku er HSÍ einnig í vandræðum með aðstöðu sína í Laugardalshöll sem stenst ekki lengur alþjóðlegar kröfur. Aron segir það enn einn flötinn á vandamálinu. „Laugardalshöllin er barn síns tíma. Áhorfendur eru allt of fáir, umgjörðin er til vandræða, plássið ekki nægilegt og svo framvegis. Þegar það blasir við er erfitt fyrir íþróttina að þróast áfram,“ segir Aron. „Ef við miðum við önnur lönd þá þarf einfaldlega meiri pening frá ríkisvaldinu fyrir afreksíþróttir. HSÍ hefur verið með öfluga bakhjarla og styrktaraðila í gegnum tíðina en það þarf meira til, hvaðan sem það kemur. Miðað við hvernig fjármununum hefur verið eytt finnst mér í góðu lagi að bæta í styrki fyrir afreksíþróttirnar okkar.“
Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30
Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30
Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57