Erum dálítið að sofna á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 06:30 Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason. Fréttablaðið/Stefán Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita