Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 09:57 Bjarki Sigurðsson þjálfar nú lið HK. Vísir/Stefán Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Bjarki einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Margir þeirra eru búnir að spila fantavel, sýna sitt með landsliðinu og gera góða hluti undanfarinn áratug. Að sjálfsögðu kemur alltaf að endastöð og það eru kannski einhverjir komnir á þann punkt að þeir þurfa að fara að draga í land," segir Bjarki en hann segir að þróunin í boltanum sé sú að leikmenn séu alltaf að spila lengur og lengur. „Maður horfði mikið upp til gömlu refanna eins og Einars, Alla og Stjána. Þarna var sjö til tíu ára aldursmunur. Á þessum árum dugðu menn kannski á alþjóðlegum handbolta til þrítugs," segir Bjarki en íslensku leikmennirnir eru orðnir mun eldri. „Svo er náttúrulega hitt hvort þeir eiga heima í landsliði eða ekki og það er stór spurning. Við erum fámenn þjóð og þó svo að við höfum verið á toppnum undanfarin áratug og gott betur með okkar landsliðið þá þarf alltaf kynslóðarskipti. Deildin er ekki stór og mikil og þó svo að við ungum út fullt að efnilegum og góðum leikmönnum þá getur verið langt á milli og langt í það að þeir nái þessu kaliberi," segir Bjarki. „Við þurfum líka að gyrða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. 1990-liðið náði silfurverðlaunum á stórmóti og þar voru margir leikmenn eins og til dæmis Aron Pálmarson og Stefán Rafn (Sigurmannsson). Það eru fleiri úr því liði sem hefði mátt fara að huga að og undirbúa fyrir komandi ár í landsliði. Það væri kannski hægt að útfæra með einhverskonar b-landsliði," segir Bjarki. „Það kemur að því að þessir leikmenn lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir yngri og efnilegri leikmenn til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar það kemur að því," sagði Bjarki en það má finna allt viðtal Valtýs við Bjarka hér fyrir neðan.Viðtalið við Bjarka Sigurðsson. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Bjarki einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Margir þeirra eru búnir að spila fantavel, sýna sitt með landsliðinu og gera góða hluti undanfarinn áratug. Að sjálfsögðu kemur alltaf að endastöð og það eru kannski einhverjir komnir á þann punkt að þeir þurfa að fara að draga í land," segir Bjarki en hann segir að þróunin í boltanum sé sú að leikmenn séu alltaf að spila lengur og lengur. „Maður horfði mikið upp til gömlu refanna eins og Einars, Alla og Stjána. Þarna var sjö til tíu ára aldursmunur. Á þessum árum dugðu menn kannski á alþjóðlegum handbolta til þrítugs," segir Bjarki en íslensku leikmennirnir eru orðnir mun eldri. „Svo er náttúrulega hitt hvort þeir eiga heima í landsliði eða ekki og það er stór spurning. Við erum fámenn þjóð og þó svo að við höfum verið á toppnum undanfarin áratug og gott betur með okkar landsliðið þá þarf alltaf kynslóðarskipti. Deildin er ekki stór og mikil og þó svo að við ungum út fullt að efnilegum og góðum leikmönnum þá getur verið langt á milli og langt í það að þeir nái þessu kaliberi," segir Bjarki. „Við þurfum líka að gyrða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. 1990-liðið náði silfurverðlaunum á stórmóti og þar voru margir leikmenn eins og til dæmis Aron Pálmarson og Stefán Rafn (Sigurmannsson). Það eru fleiri úr því liði sem hefði mátt fara að huga að og undirbúa fyrir komandi ár í landsliði. Það væri kannski hægt að útfæra með einhverskonar b-landsliði," segir Bjarki. „Það kemur að því að þessir leikmenn lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir yngri og efnilegri leikmenn til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar það kemur að því," sagði Bjarki en það má finna allt viðtal Valtýs við Bjarka hér fyrir neðan.Viðtalið við Bjarka Sigurðsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30