Árangur áfram – í tónlist! Greipur Gíslason og Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar