78 ára með uppistand Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. september 2014 14:00 Guðrún Ásmundsdóttir verður með uppistand á mánudagskvöld og það ekki í fyrsta sinn. vísir/gva „Mér leist svo vel á þetta hjá þeim að ég vildi endilega vera með í þessu,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir en hún verður með uppistand ásamt fleiri leikurum á mánudagskvöld. Guðrún, sem er 78 ára gömul og hefur verið ein af okkar ástsælustu leikkonum undanfarna áratugi er þó ekki að fara að grína ein upp á sviði í fyrsta sinn. „Ég hef gert þetta áður og var til að mynda með uppistand í Nesstofu um liðna helgi undir nafninu Nærkonur á Nesinu. Fyrir það hafði ég safnað sögum um ljósmæður á Nesinu í gegnum tíðina,“ segir Guðrún. Fyrir sex árum hélt hún upp á fimmtíu ára leikafmæli sitt í Iðnó og sló þar á létta strengi. „Ég var með uppistand þá og var einnig með píanista og söng nokkur lög. Mig langar að hafa píanista með mér á mánudagskvöldið og taka eins og tvö lög í bland við grínið,“ bætir Guðrún við. Leikhópurinn Brynjurnar standa að viðburðinum á mánudagskvöldið þar sem leikara stíga á svið og leika, syngja, verða með uppistand og sitthvað fleira. Brynjurnar skipa leikarar sem lært hafa leiklist á erlendis. „Þær verða allar með eitthvað skemmtilegt en ég held að við eigum eftir að rífast um það hver á að fara upp á svið. Við viljum allar vera á sviðinu og erum alveg til í þetta,“ segir Guðrún og hlær. Leikkonurnar verða þó hver í sínu lagi uppi á sviði með sín atriði. Guðrún hóf leiklistarnám fimmtán ára gömul með því að svindla sér inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar sem vildi ekki nemendur yngri en nítján ára, síðan fór hún í Þjóðleikhússkólann og þaðan lá leiðin til Lundúna í enn frekara nám. Hún hefur undanfarin ár lítið leikið á sviði enda komin á eftirlaun. „Þegar maður lítur til baka þá finnst manni frábært að hafa verið á leiksviðinu en svo finnst mér líka gaman að stjórna þessu alveg sjálf eins og maður gerir í þessum uppistöndum,“ segir Guðrún spurð út í muninn á leiklistinni og uppistandinu. Undanfarið hefur hún verið í því að semja og setja saman dagskrár almennt og þess vegna er það létt verk og skemmtilegt að aðstoða Brynjurnar. „Það er gaman að halda sér við. Þegar maður er komin á efri ár gerir maður bara það sem maður hefur gaman af. Þegar ég er hætt að geta klifrað upp á leiksvið þá fer ég í það að mála postulín eða hvað svo sem gamalt fólk gerir,“ segir Guðrún og hlær. Viðburðurinn fer fram á Café Rosenberg á mánudagskvöldið og hefst klukkan 21.00. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Mér leist svo vel á þetta hjá þeim að ég vildi endilega vera með í þessu,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir en hún verður með uppistand ásamt fleiri leikurum á mánudagskvöld. Guðrún, sem er 78 ára gömul og hefur verið ein af okkar ástsælustu leikkonum undanfarna áratugi er þó ekki að fara að grína ein upp á sviði í fyrsta sinn. „Ég hef gert þetta áður og var til að mynda með uppistand í Nesstofu um liðna helgi undir nafninu Nærkonur á Nesinu. Fyrir það hafði ég safnað sögum um ljósmæður á Nesinu í gegnum tíðina,“ segir Guðrún. Fyrir sex árum hélt hún upp á fimmtíu ára leikafmæli sitt í Iðnó og sló þar á létta strengi. „Ég var með uppistand þá og var einnig með píanista og söng nokkur lög. Mig langar að hafa píanista með mér á mánudagskvöldið og taka eins og tvö lög í bland við grínið,“ bætir Guðrún við. Leikhópurinn Brynjurnar standa að viðburðinum á mánudagskvöldið þar sem leikara stíga á svið og leika, syngja, verða með uppistand og sitthvað fleira. Brynjurnar skipa leikarar sem lært hafa leiklist á erlendis. „Þær verða allar með eitthvað skemmtilegt en ég held að við eigum eftir að rífast um það hver á að fara upp á svið. Við viljum allar vera á sviðinu og erum alveg til í þetta,“ segir Guðrún og hlær. Leikkonurnar verða þó hver í sínu lagi uppi á sviði með sín atriði. Guðrún hóf leiklistarnám fimmtán ára gömul með því að svindla sér inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar sem vildi ekki nemendur yngri en nítján ára, síðan fór hún í Þjóðleikhússkólann og þaðan lá leiðin til Lundúna í enn frekara nám. Hún hefur undanfarin ár lítið leikið á sviði enda komin á eftirlaun. „Þegar maður lítur til baka þá finnst manni frábært að hafa verið á leiksviðinu en svo finnst mér líka gaman að stjórna þessu alveg sjálf eins og maður gerir í þessum uppistöndum,“ segir Guðrún spurð út í muninn á leiklistinni og uppistandinu. Undanfarið hefur hún verið í því að semja og setja saman dagskrár almennt og þess vegna er það létt verk og skemmtilegt að aðstoða Brynjurnar. „Það er gaman að halda sér við. Þegar maður er komin á efri ár gerir maður bara það sem maður hefur gaman af. Þegar ég er hætt að geta klifrað upp á leiksvið þá fer ég í það að mála postulín eða hvað svo sem gamalt fólk gerir,“ segir Guðrún og hlær. Viðburðurinn fer fram á Café Rosenberg á mánudagskvöldið og hefst klukkan 21.00.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira