Lífið

Villi kveður í bili

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Villi naglbítur kveður hljóðnema Útvarpsins í bili.
Villi naglbítur kveður hljóðnema Útvarpsins í bili. Vísir/Pjetur
Útvarpsþátturinn Nei, hættu nú alveg, sem er hugarfóstur Vilhelms Antons Jónssonar, er á leið í sex mánaða frí. „Þátturinn hefur verið á hverjum einasta sunnudegi í fimm ár, nema þegar forsetinn var með blaðamannafundi í kringum árið 2008.

Þetta er 241. þáttur en þess má til gamans geta að punktarnir í Pacman sem hann étur eru 240 og með honum sjálfum eru þeir 241,“ segir Villi léttur í lundu.

Alls bar hann fram 2.410 spurningar og voru gestir þáttarins um 500 talsins.

Síðasti þátturinn í bili fer í loftið klukkan 15.00 á sunnudag á Rás 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.