Krabbameinslæknalaust Ísland árið 2020? Krabbameinslæknar skrifar 25. september 2014 07:00 Þriðjungur af íslensku þjóðinni mun greinast með krabbamein á lífsleiðinni og þurfa á læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis að halda. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur framan af þótt vel í stakk búið til að hugsa um þessa sjúklinga en undanfarin 5-7 ár hefur hallað verulega undan fæti. Raunar svo mikið að ekki verður hægt að segja annað en að neyðarástand ríki í krabbameinslækningum á Íslandi í dag. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Þetta stafar bæði af því að sérfræðingar hafa kosið að flytja ekki heim að loknu sérnámi og sumir hafa kosið að flytja aftur frá landinu eftir að hafa kynnst starfsaðstæðum á Íslandi í nokkur ár. Því hefur álagið aukist óheyrilega á þá sem enn standa vaktina og augljóslega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hreinlega kikni undan álaginu og krabbameinslækningar eins og þær leggja sig hrynji. Hvert hafa stjórnvöld þá hugsað sér að senda krabbameinssjúklinga til meðferðar? Íslenskir læknar hafa í gegnum tíðina þurft að ná sér í sína sérfræðingsmenntun í öðrum löndum og flutt út eftir að hafa lokið grunnnáminu og komið heim að sérnámi loknu. Síðastliðin 5-10 ár hefur sú breyting orðið á að sérfræðilæknar ílengjast úti þar sem þeim þykja aðstæður á Íslandi ekki aðlaðandi.Kjör og vinnuskilyrði Skýringar á brottfalli krabbameinslækna eru nokkrar. Kjör lækna hafa dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta. Grunnlaun læknis eftir sex ára nám í læknadeild eru 340.000 ISK og grunnlaun sérfræðilæknis eru 530.000 ISK. Góð vinnuskilyrði þurfa að vera fyrir hendi með þeim lækningatækjum og lyfjum sem nútímalækningar gera kröfu um. Þessu er verulega ábótavant í dag. Nýjustu meðferðir í geislalækningum sem og nýjustu myndgreiningartæki eru ekki til staðar á landinu og því þarf að senda sjúklinga utan með tilheyrandi kostnaði. Húsnæðið þarf að vera þannig að heilsa sjúklinga og starfsfólks sé ekki sett í hættu í hripleku og sveppasýktu húsnæði eins og gert er í dag. Oft hafa sérfræðilæknar einnig stundað rannsóknarvinnu til að fleyta vísindum í faginu áfram en gefst svo ekki tími til að vinna áfram að rannsóknum þegar heim er komið. Allt þetta verður til að draga úr starfsánægju og þar sem læknar eiga hægt um vik með að finna vinnu í öðrum löndum þá kjósa fleiri og fleiri einfaldlega að koma ekki heim eftir sérnám eða flytja búferlum aftur út með fjölskylduna.Á ábyrgð Alþingis Íslendingar og oft sér í lagi íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi hreykt sér af því að búa að framúrskarandi heilbrigðiskerfi með fyrsta flokks þjónustu. Af framansögðu má öllum vera ljóst að sú er ekki lengur raunin og réttast að það verði viðurkennt. Það er svo á ábyrgð Alþingis að ákveða hver forgangröðunin skuli vera til framtíðar. Einn möguleikinn er hreinlega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúklingar fái sambærilega þjónustu og gerist erlendis. Hinn möguleikinn er að reyna að snúa þessari óheillaþróun við. Ef sú verður ekki raunin ætti öllum að vera ljóst að þegar kerfið hrynur sem mun eflaust gerast þegar næsti krabbameinslæknir hættir, þá er það á ábyrgð stjórnvalda þegar krabbameinssjúklingar þurfa að fara utan til að leita sér læknisaðstoðar.Þurfum skýra stefnumörkun Við undirrituð erum meðal þeirra sem hafa nýlega eða munu klára sérnám í krabbameinslækningum á næstunni, nám sem hefur tekið okkur í kringum 15 ár frá því við hófum nám í læknadeild. Öll viljum við gjarnan koma aftur til Íslands að loknu sérnámi en ef við getum ekki séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar á sambærilegan máta og sambærilegar stéttir með styttra háskólanám að baki og þaðan af síður sinnt okkar sjúklingum á mannsæmandi hátt, eigum við erfitt með að sjá það fyrir okkur. Við þurfum tækifæri til að vinna okkar vinnu almennilega, laus við samviskubit gagnvart sjúklingum okkar sem við getum ekki sinnt á þann hátt sem við viljum og þeir eiga skilið eða gefið þeim þann tíma sem þeir þurfa. Við óskum því eftir skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda í stað innantómra loforða undanfarinna ára svo hægt sé að snúa vörn í sókn og finna leiðir til úrbóta í málum heilbrigðiskerfisins, Landspítala – Háskólasjúkrahúss og þar með talið krabbameinslækningum áður en það verður of seint.Einar BjörgvinssonHelga TryggvadóttirÓlöf K. BjarnadóttirSigurdís HaraldsdóttirVaka Ýr SævarsdóttirÖrvar Gunnarssonlæknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningumHöfundar eru búsettirí Bandaríkjunum, Danmörkuog Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjungur af íslensku þjóðinni mun greinast með krabbamein á lífsleiðinni og þurfa á læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis að halda. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur framan af þótt vel í stakk búið til að hugsa um þessa sjúklinga en undanfarin 5-7 ár hefur hallað verulega undan fæti. Raunar svo mikið að ekki verður hægt að segja annað en að neyðarástand ríki í krabbameinslækningum á Íslandi í dag. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Þetta stafar bæði af því að sérfræðingar hafa kosið að flytja ekki heim að loknu sérnámi og sumir hafa kosið að flytja aftur frá landinu eftir að hafa kynnst starfsaðstæðum á Íslandi í nokkur ár. Því hefur álagið aukist óheyrilega á þá sem enn standa vaktina og augljóslega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hreinlega kikni undan álaginu og krabbameinslækningar eins og þær leggja sig hrynji. Hvert hafa stjórnvöld þá hugsað sér að senda krabbameinssjúklinga til meðferðar? Íslenskir læknar hafa í gegnum tíðina þurft að ná sér í sína sérfræðingsmenntun í öðrum löndum og flutt út eftir að hafa lokið grunnnáminu og komið heim að sérnámi loknu. Síðastliðin 5-10 ár hefur sú breyting orðið á að sérfræðilæknar ílengjast úti þar sem þeim þykja aðstæður á Íslandi ekki aðlaðandi.Kjör og vinnuskilyrði Skýringar á brottfalli krabbameinslækna eru nokkrar. Kjör lækna hafa dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta. Grunnlaun læknis eftir sex ára nám í læknadeild eru 340.000 ISK og grunnlaun sérfræðilæknis eru 530.000 ISK. Góð vinnuskilyrði þurfa að vera fyrir hendi með þeim lækningatækjum og lyfjum sem nútímalækningar gera kröfu um. Þessu er verulega ábótavant í dag. Nýjustu meðferðir í geislalækningum sem og nýjustu myndgreiningartæki eru ekki til staðar á landinu og því þarf að senda sjúklinga utan með tilheyrandi kostnaði. Húsnæðið þarf að vera þannig að heilsa sjúklinga og starfsfólks sé ekki sett í hættu í hripleku og sveppasýktu húsnæði eins og gert er í dag. Oft hafa sérfræðilæknar einnig stundað rannsóknarvinnu til að fleyta vísindum í faginu áfram en gefst svo ekki tími til að vinna áfram að rannsóknum þegar heim er komið. Allt þetta verður til að draga úr starfsánægju og þar sem læknar eiga hægt um vik með að finna vinnu í öðrum löndum þá kjósa fleiri og fleiri einfaldlega að koma ekki heim eftir sérnám eða flytja búferlum aftur út með fjölskylduna.Á ábyrgð Alþingis Íslendingar og oft sér í lagi íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi hreykt sér af því að búa að framúrskarandi heilbrigðiskerfi með fyrsta flokks þjónustu. Af framansögðu má öllum vera ljóst að sú er ekki lengur raunin og réttast að það verði viðurkennt. Það er svo á ábyrgð Alþingis að ákveða hver forgangröðunin skuli vera til framtíðar. Einn möguleikinn er hreinlega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúklingar fái sambærilega þjónustu og gerist erlendis. Hinn möguleikinn er að reyna að snúa þessari óheillaþróun við. Ef sú verður ekki raunin ætti öllum að vera ljóst að þegar kerfið hrynur sem mun eflaust gerast þegar næsti krabbameinslæknir hættir, þá er það á ábyrgð stjórnvalda þegar krabbameinssjúklingar þurfa að fara utan til að leita sér læknisaðstoðar.Þurfum skýra stefnumörkun Við undirrituð erum meðal þeirra sem hafa nýlega eða munu klára sérnám í krabbameinslækningum á næstunni, nám sem hefur tekið okkur í kringum 15 ár frá því við hófum nám í læknadeild. Öll viljum við gjarnan koma aftur til Íslands að loknu sérnámi en ef við getum ekki séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar á sambærilegan máta og sambærilegar stéttir með styttra háskólanám að baki og þaðan af síður sinnt okkar sjúklingum á mannsæmandi hátt, eigum við erfitt með að sjá það fyrir okkur. Við þurfum tækifæri til að vinna okkar vinnu almennilega, laus við samviskubit gagnvart sjúklingum okkar sem við getum ekki sinnt á þann hátt sem við viljum og þeir eiga skilið eða gefið þeim þann tíma sem þeir þurfa. Við óskum því eftir skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda í stað innantómra loforða undanfarinna ára svo hægt sé að snúa vörn í sókn og finna leiðir til úrbóta í málum heilbrigðiskerfisins, Landspítala – Háskólasjúkrahúss og þar með talið krabbameinslækningum áður en það verður of seint.Einar BjörgvinssonHelga TryggvadóttirÓlöf K. BjarnadóttirSigurdís HaraldsdóttirVaka Ýr SævarsdóttirÖrvar Gunnarssonlæknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningumHöfundar eru búsettirí Bandaríkjunum, Danmörkuog Svíþjóð.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun