
Krabbameinslæknalaust Ísland árið 2020?
Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Þetta stafar bæði af því að sérfræðingar hafa kosið að flytja ekki heim að loknu sérnámi og sumir hafa kosið að flytja aftur frá landinu eftir að hafa kynnst starfsaðstæðum á Íslandi í nokkur ár. Því hefur álagið aukist óheyrilega á þá sem enn standa vaktina og augljóslega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hreinlega kikni undan álaginu og krabbameinslækningar eins og þær leggja sig hrynji. Hvert hafa stjórnvöld þá hugsað sér að senda krabbameinssjúklinga til meðferðar?
Íslenskir læknar hafa í gegnum tíðina þurft að ná sér í sína sérfræðingsmenntun í öðrum löndum og flutt út eftir að hafa lokið grunnnáminu og komið heim að sérnámi loknu. Síðastliðin 5-10 ár hefur sú breyting orðið á að sérfræðilæknar ílengjast úti þar sem þeim þykja aðstæður á Íslandi ekki aðlaðandi.
Kjör og vinnuskilyrði
Skýringar á brottfalli krabbameinslækna eru nokkrar. Kjör lækna hafa dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta. Grunnlaun læknis eftir sex ára nám í læknadeild eru 340.000 ISK og grunnlaun sérfræðilæknis eru 530.000 ISK. Góð vinnuskilyrði þurfa að vera fyrir hendi með þeim lækningatækjum og lyfjum sem nútímalækningar gera kröfu um. Þessu er verulega ábótavant í dag.
Nýjustu meðferðir í geislalækningum sem og nýjustu myndgreiningartæki eru ekki til staðar á landinu og því þarf að senda sjúklinga utan með tilheyrandi kostnaði. Húsnæðið þarf að vera þannig að heilsa sjúklinga og starfsfólks sé ekki sett í hættu í hripleku og sveppasýktu húsnæði eins og gert er í dag. Oft hafa sérfræðilæknar einnig stundað rannsóknarvinnu til að fleyta vísindum í faginu áfram en gefst svo ekki tími til að vinna áfram að rannsóknum þegar heim er komið. Allt þetta verður til að draga úr starfsánægju og þar sem læknar eiga hægt um vik með að finna vinnu í öðrum löndum þá kjósa fleiri og fleiri einfaldlega að koma ekki heim eftir sérnám eða flytja búferlum aftur út með fjölskylduna.
Á ábyrgð Alþingis
Íslendingar og oft sér í lagi íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi hreykt sér af því að búa að framúrskarandi heilbrigðiskerfi með fyrsta flokks þjónustu. Af framansögðu má öllum vera ljóst að sú er ekki lengur raunin og réttast að það verði viðurkennt. Það er svo á ábyrgð Alþingis að ákveða hver forgangröðunin skuli vera til framtíðar.
Einn möguleikinn er hreinlega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúklingar fái sambærilega þjónustu og gerist erlendis. Hinn möguleikinn er að reyna að snúa þessari óheillaþróun við. Ef sú verður ekki raunin ætti öllum að vera ljóst að þegar kerfið hrynur sem mun eflaust gerast þegar næsti krabbameinslæknir hættir, þá er það á ábyrgð stjórnvalda þegar krabbameinssjúklingar þurfa að fara utan til að leita sér læknisaðstoðar.
Þurfum skýra stefnumörkun
Við undirrituð erum meðal þeirra sem hafa nýlega eða munu klára sérnám í krabbameinslækningum á næstunni, nám sem hefur tekið okkur í kringum 15 ár frá því við hófum nám í læknadeild. Öll viljum við gjarnan koma aftur til Íslands að loknu sérnámi en ef við getum ekki séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar á sambærilegan máta og sambærilegar stéttir með styttra háskólanám að baki og þaðan af síður sinnt okkar sjúklingum á mannsæmandi hátt, eigum við erfitt með að sjá það fyrir okkur.
Við þurfum tækifæri til að vinna okkar vinnu almennilega, laus við samviskubit gagnvart sjúklingum okkar sem við getum ekki sinnt á þann hátt sem við viljum og þeir eiga skilið eða gefið þeim þann tíma sem þeir þurfa. Við óskum því eftir skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda í stað innantómra loforða undanfarinna ára svo hægt sé að snúa vörn í sókn og finna leiðir til úrbóta í málum heilbrigðiskerfisins, Landspítala – Háskólasjúkrahúss og þar með talið krabbameinslækningum áður en það verður of seint.
Einar Björgvinsson
Helga Tryggvadóttir
Ólöf K. Bjarnadóttir
Sigurdís Haraldsdóttir
Vaka Ýr Sævarsdóttir
Örvar Gunnarsson
læknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningum
Höfundar eru búsettir
í Bandaríkjunum, Danmörku
og Svíþjóð.
Skoðun

Ljósið og myrkrið
Árni Már Jensson skrifar

Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni?
Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hnefarétturinn
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Fullveldið og undirgefnin
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Strætó þarf að taka handbremsubeygju
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar

„Konan mín þarf ekki að vinna“
Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar

Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár
Matthías Már Magnússon skrifar

Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra
Orri Páll Jóhannsson skrifar

ESB styður við íslenska háskóla
Lucie Samcová-Hall Allen skrifar

Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni
Gabríel Ingimarsson skrifar

Verður Ísland útibúaland eða land höfuðstöðva blárrar nýsköpunar?
Þór Sigfússon,Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Fossvogsbrú á minn hátt
Ellert Már Jónsson skrifar

Creditinfo
Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar

Ofbeldi á aldrei rétt á sér
Kristín Snorradóttir skrifar

Hált á svellinu
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því
Gunnar Dan Wiium skrifar

Á fráveituvatnið heima í sjónum?
Ottó Elíasson skrifar

Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands
Atli Harðarson skrifar

Mannúð fyrir jólin
Inga Sæland skrifar

Íbúð eða vosbúð?
Arna Mathiesen skrifar

Strækum á ofbeldi!
Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar

Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar
Einar Bárðarson skrifar

Hvert renna þín sóknargjöld?
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Menga á daginn og grilla á kvöldin
Sigurpáll Ingibergsson skrifar

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar

Palestína er prófsteinninn!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Útskúfunarsinfónían
Nökkvi Dan Elliðason skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1
Viðar Hreinsson skrifar

Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum?
Tatjana Latinovic skrifar