Segir aðgengi 25 ára og eldri að framhaldsskólum skerðast Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. september 2014 10:00 Stjórn Kennarasambands Íslands segir styrk íslenska framhaldsskólans hafa falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. VÍSIR/GVA Aðgengi eldri nemenda að framhaldsskólum landsins verður skert samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. „Takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár. Ég finn engar mótvægisaðgerðir í fjárliðum sem tengjast símenntun og fullorðinsfræðslu. Þessir liðir hækka ekki á móti. Þessi úrræði eru auk þess miklu dýrari en framhaldsskólinn.“Guðríður ArnardóttirGuðríður bendir jafnframt á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar síðastliðnum hafi komið fram að framlög til framhaldsskólanna hafi dregist saman um 2 milljarða frá 2008 til 2012. Þar komi einnig fram að bæði fulltrúar menntamálaráðuneytisins og framhaldsskólanna séu á einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. „Í fjárlagafrumvarpinu er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu. Gert er ráð fyrir frekari niðurskurði, meðal annars á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7 prósent strax á næsta ári. Ólíklegt er að skólar nái að bregðast við þessari kröfu strax um áramót. Þetta mun leggjast á af tvöföldum þunga á haustönn,“ segir Guðríður. Fulltrúar Kennarasambands Íslands voru ekki boðaðir til samráðs um tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra sem lögð var fram í vor, að því er Guðríður greinir frá. „Við höfum beðið eftir því að vera boðuð til samráðs. Í Hvítbókinni eru lagðar fram tillögur sem menntamálaráðherra segir að séu umræðugrundvöllur. Það er sérkennilegt að sjá fyrir sér vinnu við stefnumótun í menntamálum þegar fulltrúar 10 þúsunda manna stéttarfélags fagmanna á öllum skólastigum eru ekki kallaðir að borðinu. Með þessari skerðingu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sýnist mér að búið sé að taka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs. Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Stefnan sem lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu er algjör viðsnúningur.“ Alþingi Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Aðgengi eldri nemenda að framhaldsskólum landsins verður skert samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. „Takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár. Ég finn engar mótvægisaðgerðir í fjárliðum sem tengjast símenntun og fullorðinsfræðslu. Þessir liðir hækka ekki á móti. Þessi úrræði eru auk þess miklu dýrari en framhaldsskólinn.“Guðríður ArnardóttirGuðríður bendir jafnframt á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar síðastliðnum hafi komið fram að framlög til framhaldsskólanna hafi dregist saman um 2 milljarða frá 2008 til 2012. Þar komi einnig fram að bæði fulltrúar menntamálaráðuneytisins og framhaldsskólanna séu á einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. „Í fjárlagafrumvarpinu er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu. Gert er ráð fyrir frekari niðurskurði, meðal annars á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7 prósent strax á næsta ári. Ólíklegt er að skólar nái að bregðast við þessari kröfu strax um áramót. Þetta mun leggjast á af tvöföldum þunga á haustönn,“ segir Guðríður. Fulltrúar Kennarasambands Íslands voru ekki boðaðir til samráðs um tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra sem lögð var fram í vor, að því er Guðríður greinir frá. „Við höfum beðið eftir því að vera boðuð til samráðs. Í Hvítbókinni eru lagðar fram tillögur sem menntamálaráðherra segir að séu umræðugrundvöllur. Það er sérkennilegt að sjá fyrir sér vinnu við stefnumótun í menntamálum þegar fulltrúar 10 þúsunda manna stéttarfélags fagmanna á öllum skólastigum eru ekki kallaðir að borðinu. Með þessari skerðingu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sýnist mér að búið sé að taka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs. Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Stefnan sem lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu er algjör viðsnúningur.“
Alþingi Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira