Stóri sigurinn er að tveir buðu sig fram Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 06:00 Einar Vilhjálmsson. mynd/vísir Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari, var í gær kosinn formaður Frjálsíþróttasambandsins á þingi þess á Akureyri, en hann hafði betur í baráttunni við fráfarandi varaformann, Benóný Jónsson, með 35 atkvæðum á móti 26. Ekki er langt síðan Einar ákvað að bjóða sig fram. „Það gerðist bara á útmánuðum í vor að sitjandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér. Þá opnaðist umræða um hverjir væru tilbúnir að ljá hreyfingunni krafta sína næstu tvö árin og ég var í þeirri stöðu að geta látið mig málaflokkinn varða og tekið áskorunum varðandi hann,“ sagði Einar við Fréttablaðið í gær. Ekki var um hatramman kosningaslag að ræða. „Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Stóri sigurinn var sá að tveir menn voru tilbúnir til þess að ljá hreyfingunni aðstoð sína. Ég sagði í ræðu minni á þinginu að ef Benóný yrði kosinn færi þar fram mjög góður formaður.“ Einar hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að frjálsum íþróttum og hefur nokkuð skýra sýn á hvað hann vill bæta og breyta. „Ég bauð mig fram til að vinna að útbreiðslu og vexti íþróttarinnar á landsvísu. Ég vil líka hlúa að afreksstefnunni enn frekar og auka samtal milli þjálfara og hreyfingarinnar með jöfnuð fyrir alla að leiðarljósi. Ég steig einnig fram í vor og átti stóran þátt í hugmyndinni „Frímínútur“ sem miðar að því að virkja krakka í leik í löngu frímínútunum í skólum landsins.“ „Svo eru það eldri borgararnir en hvað varðar öldungaþáttinn blasa við spennandi verkefni. Ég vil opna og leyfa fleirum að njóta þessa góða starfs sem FRÍ hefur unnið. Þróun og útvíkkun á fjármagnsleiðum er líka sannarlega mjög aðkallandi. Ég ætla samt ekki að segjast ætla að gera hitt og þetta því allt kostar peninga,“ segir Einar sem er spenntur fyrir verkefninu. „Aldrei áður höfum við átt jafnglæsilegan mannauð ungmenna og ég lít á það sem mitt verkefni að koma á auknum verkefnum fyrir hreyfinguna og búa til þjálfarateymi sem hjálpast að,“ segir Einar Vilhjálmsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari, var í gær kosinn formaður Frjálsíþróttasambandsins á þingi þess á Akureyri, en hann hafði betur í baráttunni við fráfarandi varaformann, Benóný Jónsson, með 35 atkvæðum á móti 26. Ekki er langt síðan Einar ákvað að bjóða sig fram. „Það gerðist bara á útmánuðum í vor að sitjandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér. Þá opnaðist umræða um hverjir væru tilbúnir að ljá hreyfingunni krafta sína næstu tvö árin og ég var í þeirri stöðu að geta látið mig málaflokkinn varða og tekið áskorunum varðandi hann,“ sagði Einar við Fréttablaðið í gær. Ekki var um hatramman kosningaslag að ræða. „Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Stóri sigurinn var sá að tveir menn voru tilbúnir til þess að ljá hreyfingunni aðstoð sína. Ég sagði í ræðu minni á þinginu að ef Benóný yrði kosinn færi þar fram mjög góður formaður.“ Einar hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að frjálsum íþróttum og hefur nokkuð skýra sýn á hvað hann vill bæta og breyta. „Ég bauð mig fram til að vinna að útbreiðslu og vexti íþróttarinnar á landsvísu. Ég vil líka hlúa að afreksstefnunni enn frekar og auka samtal milli þjálfara og hreyfingarinnar með jöfnuð fyrir alla að leiðarljósi. Ég steig einnig fram í vor og átti stóran þátt í hugmyndinni „Frímínútur“ sem miðar að því að virkja krakka í leik í löngu frímínútunum í skólum landsins.“ „Svo eru það eldri borgararnir en hvað varðar öldungaþáttinn blasa við spennandi verkefni. Ég vil opna og leyfa fleirum að njóta þessa góða starfs sem FRÍ hefur unnið. Þróun og útvíkkun á fjármagnsleiðum er líka sannarlega mjög aðkallandi. Ég ætla samt ekki að segjast ætla að gera hitt og þetta því allt kostar peninga,“ segir Einar sem er spenntur fyrir verkefninu. „Aldrei áður höfum við átt jafnglæsilegan mannauð ungmenna og ég lít á það sem mitt verkefni að koma á auknum verkefnum fyrir hreyfinguna og búa til þjálfarateymi sem hjálpast að,“ segir Einar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira