Kölluð krútttöffari 5. september 2014 15:00 Drífa segist kaupa færri flíkur og vandaðri. Vísir/Valli „Ég er yfirleitt kölluð krútttöffari og ætli það lýsi mínum stíl ekki nokkuð vel. Í dag vel ég að kaupa færri flíkur og vandaðri. Þær eru kannski dýrari en ég spái meira í notagildi og þægindi. Annars er ég sjúk í hælaskó og yfirhafnir og mætti segja að það væri minn helsti veikleiki," segir Drífa Atladóttir sem deilir uppáhaldsflíkum sínum úr fataskápnum með lesendum Lífsins. Drífa er uppeldis- og menntunarfræðingur og jógakennari sem rekur Jógastúdíó í Vesturbænum. Samhliða því er hún verslunarstjóri hjá GK Reykjavík og Suit, Skólavörðustíg.„Það er einfaldlega skylda að eiga góðan leðurjakka, flík sem maður getur endalaust notað. Blái liturinn … hann er frá Won Hundred og eins og flestar flíkurnar mínar fékk ég hann í GK.“„Svarta parka-leðurkápan frá McQ held ég að sé í einna mestu uppáhaldi hjá mér. Ég reyndi alls kyns krókaleiðir til að eignast hana og endaði á að gefa sjálfri mér hana í jólagjöf. Þessa ætla ég að eiga og nota svo lengi sem ég lifi.“„Air Max-skóna fékk ég í London í sumar. Síðan ég fékk þessa hefur fatavalið svolítið snúist um að það passi við þá og einhvern veginn virðist flest passa við þessar elskur.“„Þetta er vintage-kjóll sem ég fann í Nostalgíu, ég fór mörgum sinnum og mátaði hann áður en ég loksins keypti hann. Það er eitthvað við rómantíkina í honum sem heillaði upp úr skónum, kjóll sem mér finnst alltaf gaman að klæðast.“„Nýjasta flíkin í skápnum. Kjóll frá Won Hundred sem er eitt af uppáhaldsmerkjunum mínum en við seljum það í GK. Hann er bara eitthvað svo flottur, fansí og sexí um leið. Er nokkuð viss um að hann verði mikið notaður í vetur.“"Þetta skart fékk ég í afmælisgjöf frá sjúklega sæta kærastanum mínum, honum Tandra, flott hönnun frá Steinunni í Aurum. Ég er svo hrikalega ánægð með valið hjá stráknum og finnst ég alltaf svaka fín þegar ég set þetta upp.“ Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Ég er yfirleitt kölluð krútttöffari og ætli það lýsi mínum stíl ekki nokkuð vel. Í dag vel ég að kaupa færri flíkur og vandaðri. Þær eru kannski dýrari en ég spái meira í notagildi og þægindi. Annars er ég sjúk í hælaskó og yfirhafnir og mætti segja að það væri minn helsti veikleiki," segir Drífa Atladóttir sem deilir uppáhaldsflíkum sínum úr fataskápnum með lesendum Lífsins. Drífa er uppeldis- og menntunarfræðingur og jógakennari sem rekur Jógastúdíó í Vesturbænum. Samhliða því er hún verslunarstjóri hjá GK Reykjavík og Suit, Skólavörðustíg.„Það er einfaldlega skylda að eiga góðan leðurjakka, flík sem maður getur endalaust notað. Blái liturinn … hann er frá Won Hundred og eins og flestar flíkurnar mínar fékk ég hann í GK.“„Svarta parka-leðurkápan frá McQ held ég að sé í einna mestu uppáhaldi hjá mér. Ég reyndi alls kyns krókaleiðir til að eignast hana og endaði á að gefa sjálfri mér hana í jólagjöf. Þessa ætla ég að eiga og nota svo lengi sem ég lifi.“„Air Max-skóna fékk ég í London í sumar. Síðan ég fékk þessa hefur fatavalið svolítið snúist um að það passi við þá og einhvern veginn virðist flest passa við þessar elskur.“„Þetta er vintage-kjóll sem ég fann í Nostalgíu, ég fór mörgum sinnum og mátaði hann áður en ég loksins keypti hann. Það er eitthvað við rómantíkina í honum sem heillaði upp úr skónum, kjóll sem mér finnst alltaf gaman að klæðast.“„Nýjasta flíkin í skápnum. Kjóll frá Won Hundred sem er eitt af uppáhaldsmerkjunum mínum en við seljum það í GK. Hann er bara eitthvað svo flottur, fansí og sexí um leið. Er nokkuð viss um að hann verði mikið notaður í vetur.“"Þetta skart fékk ég í afmælisgjöf frá sjúklega sæta kærastanum mínum, honum Tandra, flott hönnun frá Steinunni í Aurum. Ég er svo hrikalega ánægð með valið hjá stráknum og finnst ég alltaf svaka fín þegar ég set þetta upp.“
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira