Tveir járnkarlar á sex vikum Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2014 10:30 Pétur Einarsson járnkarl verður fimmtugur á árinu og hefur aldrei verið í betra formi. mynd/einkasafn „Ég hef aldrei verið í betra formi og finnst þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Pétur Einarsson járnkarl, en hann er fara taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum um næstu helgi. Hann keppti í járnkarlsmóti í Austurríki fyrir sex vikum og er nú að undirbúa sig þar sem hann keppir í öðru járnkarlsmóti í Svíþjóð. Pétur, sem varð fimmtugur á árinu, segist þó ekki alltaf hafa verið svona mikill íþróttamaður. „Um fertugt var ég bara meðalskrifstofumaður með smá bumbu sem drakk og reykti. Ég hætti þó að drekka og reykja um þrítugt en fór þá að borða meira og vaknaði svo upp við það að vera í engu formi og allt of þungur, þetta hafði svo mikil áhrif á andlega líðan,“ útskýrir Pétur. Hann ákvað að snúa við blaðinu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var fertugur en kynntist svo þríþrautinni fljótlega.Pétur hefur keppt í sjö maraþonum á tíu árum, meðal annars í Berlín, London, New York, Boston og Chicago. „Árið 2006 byrja ég að keppa í þríþraut og hef keppt um allan heim. Ég held ég sé búinn að keppa í svona fimmtán þríþrautarmótum síðan árið 2006,“ bætir Pétur við. Járnkarlsmótið er í raun þríþraut nema vegalengdirnar eru mun meiri í járnkarlsmótinu. „Í járnkarlinum syndum við 3,8 kílómetra, hjólum 180 kílómetra og hlaupum 42 kílómetra en í hefðbundinni þríþraut eru þetta 1,5 kílómetra langt sund, hjólað í 40 kílómetra og hlaupnir tíu kílómetrar. Það er mikill munur þarna á og maður þarf að vera vel búinn undir járnkarlinn,“ segir Pétur. Hann er eins og fyrr segir að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á einungis sex vikum, er ekki erfitt að búa sig undir svona keppni? „Þegar ég tók þátt í minni fyrstu þríþrautarkeppni var sagt við mig að það tæki svona sjö ár að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta járnkarl. Nú æfi ég í um þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar í sex til níu mánuði, þetta er gríðarlega mikill undirbúningur, það er ekki séns á að klára svona keppni annars,“ segir Pétur.kemur í mark Pétur er hér að klára Járnkarlinn í Austurríki fyrir um sex vikum.mynd/einksafnHann kláraði sitt fyrsta járnkarlsmót á tímanum 11:29:49. „Í mínum aldursflokki, 50 til 54 ára karlar, voru 323 skráðir, 240 kláruðu og ég var í 74. sæti. Það voru þrjú þúsund keppendur í heildina og meðaltíminn var um þrettán tímar þannig að ég var sáttur.“ Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í járnkarlinum í Svíþjóð. „Við erum tólf manna hópur frá Þríkó, sem er þríþrautardeild Breiðabliks. Ég held að þetta sé stærsti hópur Íslendinga sem hefur farið svona saman út að keppa,“ segir Pétur, sem er staðráðinn í að bæta tíma sinn í Svíþjóð. Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
„Ég hef aldrei verið í betra formi og finnst þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Pétur Einarsson járnkarl, en hann er fara taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum um næstu helgi. Hann keppti í járnkarlsmóti í Austurríki fyrir sex vikum og er nú að undirbúa sig þar sem hann keppir í öðru járnkarlsmóti í Svíþjóð. Pétur, sem varð fimmtugur á árinu, segist þó ekki alltaf hafa verið svona mikill íþróttamaður. „Um fertugt var ég bara meðalskrifstofumaður með smá bumbu sem drakk og reykti. Ég hætti þó að drekka og reykja um þrítugt en fór þá að borða meira og vaknaði svo upp við það að vera í engu formi og allt of þungur, þetta hafði svo mikil áhrif á andlega líðan,“ útskýrir Pétur. Hann ákvað að snúa við blaðinu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var fertugur en kynntist svo þríþrautinni fljótlega.Pétur hefur keppt í sjö maraþonum á tíu árum, meðal annars í Berlín, London, New York, Boston og Chicago. „Árið 2006 byrja ég að keppa í þríþraut og hef keppt um allan heim. Ég held ég sé búinn að keppa í svona fimmtán þríþrautarmótum síðan árið 2006,“ bætir Pétur við. Járnkarlsmótið er í raun þríþraut nema vegalengdirnar eru mun meiri í járnkarlsmótinu. „Í járnkarlinum syndum við 3,8 kílómetra, hjólum 180 kílómetra og hlaupum 42 kílómetra en í hefðbundinni þríþraut eru þetta 1,5 kílómetra langt sund, hjólað í 40 kílómetra og hlaupnir tíu kílómetrar. Það er mikill munur þarna á og maður þarf að vera vel búinn undir járnkarlinn,“ segir Pétur. Hann er eins og fyrr segir að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á einungis sex vikum, er ekki erfitt að búa sig undir svona keppni? „Þegar ég tók þátt í minni fyrstu þríþrautarkeppni var sagt við mig að það tæki svona sjö ár að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta járnkarl. Nú æfi ég í um þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar í sex til níu mánuði, þetta er gríðarlega mikill undirbúningur, það er ekki séns á að klára svona keppni annars,“ segir Pétur.kemur í mark Pétur er hér að klára Járnkarlinn í Austurríki fyrir um sex vikum.mynd/einksafnHann kláraði sitt fyrsta járnkarlsmót á tímanum 11:29:49. „Í mínum aldursflokki, 50 til 54 ára karlar, voru 323 skráðir, 240 kláruðu og ég var í 74. sæti. Það voru þrjú þúsund keppendur í heildina og meðaltíminn var um þrettán tímar þannig að ég var sáttur.“ Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í járnkarlinum í Svíþjóð. „Við erum tólf manna hópur frá Þríkó, sem er þríþrautardeild Breiðabliks. Ég held að þetta sé stærsti hópur Íslendinga sem hefur farið svona saman út að keppa,“ segir Pétur, sem er staðráðinn í að bæta tíma sinn í Svíþjóð.
Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira