Tveir járnkarlar á sex vikum Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2014 10:30 Pétur Einarsson járnkarl verður fimmtugur á árinu og hefur aldrei verið í betra formi. mynd/einkasafn „Ég hef aldrei verið í betra formi og finnst þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Pétur Einarsson járnkarl, en hann er fara taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum um næstu helgi. Hann keppti í járnkarlsmóti í Austurríki fyrir sex vikum og er nú að undirbúa sig þar sem hann keppir í öðru járnkarlsmóti í Svíþjóð. Pétur, sem varð fimmtugur á árinu, segist þó ekki alltaf hafa verið svona mikill íþróttamaður. „Um fertugt var ég bara meðalskrifstofumaður með smá bumbu sem drakk og reykti. Ég hætti þó að drekka og reykja um þrítugt en fór þá að borða meira og vaknaði svo upp við það að vera í engu formi og allt of þungur, þetta hafði svo mikil áhrif á andlega líðan,“ útskýrir Pétur. Hann ákvað að snúa við blaðinu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var fertugur en kynntist svo þríþrautinni fljótlega.Pétur hefur keppt í sjö maraþonum á tíu árum, meðal annars í Berlín, London, New York, Boston og Chicago. „Árið 2006 byrja ég að keppa í þríþraut og hef keppt um allan heim. Ég held ég sé búinn að keppa í svona fimmtán þríþrautarmótum síðan árið 2006,“ bætir Pétur við. Járnkarlsmótið er í raun þríþraut nema vegalengdirnar eru mun meiri í járnkarlsmótinu. „Í járnkarlinum syndum við 3,8 kílómetra, hjólum 180 kílómetra og hlaupum 42 kílómetra en í hefðbundinni þríþraut eru þetta 1,5 kílómetra langt sund, hjólað í 40 kílómetra og hlaupnir tíu kílómetrar. Það er mikill munur þarna á og maður þarf að vera vel búinn undir járnkarlinn,“ segir Pétur. Hann er eins og fyrr segir að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á einungis sex vikum, er ekki erfitt að búa sig undir svona keppni? „Þegar ég tók þátt í minni fyrstu þríþrautarkeppni var sagt við mig að það tæki svona sjö ár að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta járnkarl. Nú æfi ég í um þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar í sex til níu mánuði, þetta er gríðarlega mikill undirbúningur, það er ekki séns á að klára svona keppni annars,“ segir Pétur.kemur í mark Pétur er hér að klára Járnkarlinn í Austurríki fyrir um sex vikum.mynd/einksafnHann kláraði sitt fyrsta járnkarlsmót á tímanum 11:29:49. „Í mínum aldursflokki, 50 til 54 ára karlar, voru 323 skráðir, 240 kláruðu og ég var í 74. sæti. Það voru þrjú þúsund keppendur í heildina og meðaltíminn var um þrettán tímar þannig að ég var sáttur.“ Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í járnkarlinum í Svíþjóð. „Við erum tólf manna hópur frá Þríkó, sem er þríþrautardeild Breiðabliks. Ég held að þetta sé stærsti hópur Íslendinga sem hefur farið svona saman út að keppa,“ segir Pétur, sem er staðráðinn í að bæta tíma sinn í Svíþjóð. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira
„Ég hef aldrei verið í betra formi og finnst þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Pétur Einarsson járnkarl, en hann er fara taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum um næstu helgi. Hann keppti í járnkarlsmóti í Austurríki fyrir sex vikum og er nú að undirbúa sig þar sem hann keppir í öðru járnkarlsmóti í Svíþjóð. Pétur, sem varð fimmtugur á árinu, segist þó ekki alltaf hafa verið svona mikill íþróttamaður. „Um fertugt var ég bara meðalskrifstofumaður með smá bumbu sem drakk og reykti. Ég hætti þó að drekka og reykja um þrítugt en fór þá að borða meira og vaknaði svo upp við það að vera í engu formi og allt of þungur, þetta hafði svo mikil áhrif á andlega líðan,“ útskýrir Pétur. Hann ákvað að snúa við blaðinu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var fertugur en kynntist svo þríþrautinni fljótlega.Pétur hefur keppt í sjö maraþonum á tíu árum, meðal annars í Berlín, London, New York, Boston og Chicago. „Árið 2006 byrja ég að keppa í þríþraut og hef keppt um allan heim. Ég held ég sé búinn að keppa í svona fimmtán þríþrautarmótum síðan árið 2006,“ bætir Pétur við. Járnkarlsmótið er í raun þríþraut nema vegalengdirnar eru mun meiri í járnkarlsmótinu. „Í járnkarlinum syndum við 3,8 kílómetra, hjólum 180 kílómetra og hlaupum 42 kílómetra en í hefðbundinni þríþraut eru þetta 1,5 kílómetra langt sund, hjólað í 40 kílómetra og hlaupnir tíu kílómetrar. Það er mikill munur þarna á og maður þarf að vera vel búinn undir járnkarlinn,“ segir Pétur. Hann er eins og fyrr segir að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á einungis sex vikum, er ekki erfitt að búa sig undir svona keppni? „Þegar ég tók þátt í minni fyrstu þríþrautarkeppni var sagt við mig að það tæki svona sjö ár að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta járnkarl. Nú æfi ég í um þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar í sex til níu mánuði, þetta er gríðarlega mikill undirbúningur, það er ekki séns á að klára svona keppni annars,“ segir Pétur.kemur í mark Pétur er hér að klára Járnkarlinn í Austurríki fyrir um sex vikum.mynd/einksafnHann kláraði sitt fyrsta járnkarlsmót á tímanum 11:29:49. „Í mínum aldursflokki, 50 til 54 ára karlar, voru 323 skráðir, 240 kláruðu og ég var í 74. sæti. Það voru þrjú þúsund keppendur í heildina og meðaltíminn var um þrettán tímar þannig að ég var sáttur.“ Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í járnkarlinum í Svíþjóð. „Við erum tólf manna hópur frá Þríkó, sem er þríþrautardeild Breiðabliks. Ég held að þetta sé stærsti hópur Íslendinga sem hefur farið svona saman út að keppa,“ segir Pétur, sem er staðráðinn í að bæta tíma sinn í Svíþjóð.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira