Tveir járnkarlar á sex vikum Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2014 10:30 Pétur Einarsson járnkarl verður fimmtugur á árinu og hefur aldrei verið í betra formi. mynd/einkasafn „Ég hef aldrei verið í betra formi og finnst þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Pétur Einarsson járnkarl, en hann er fara taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum um næstu helgi. Hann keppti í járnkarlsmóti í Austurríki fyrir sex vikum og er nú að undirbúa sig þar sem hann keppir í öðru járnkarlsmóti í Svíþjóð. Pétur, sem varð fimmtugur á árinu, segist þó ekki alltaf hafa verið svona mikill íþróttamaður. „Um fertugt var ég bara meðalskrifstofumaður með smá bumbu sem drakk og reykti. Ég hætti þó að drekka og reykja um þrítugt en fór þá að borða meira og vaknaði svo upp við það að vera í engu formi og allt of þungur, þetta hafði svo mikil áhrif á andlega líðan,“ útskýrir Pétur. Hann ákvað að snúa við blaðinu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var fertugur en kynntist svo þríþrautinni fljótlega.Pétur hefur keppt í sjö maraþonum á tíu árum, meðal annars í Berlín, London, New York, Boston og Chicago. „Árið 2006 byrja ég að keppa í þríþraut og hef keppt um allan heim. Ég held ég sé búinn að keppa í svona fimmtán þríþrautarmótum síðan árið 2006,“ bætir Pétur við. Járnkarlsmótið er í raun þríþraut nema vegalengdirnar eru mun meiri í járnkarlsmótinu. „Í járnkarlinum syndum við 3,8 kílómetra, hjólum 180 kílómetra og hlaupum 42 kílómetra en í hefðbundinni þríþraut eru þetta 1,5 kílómetra langt sund, hjólað í 40 kílómetra og hlaupnir tíu kílómetrar. Það er mikill munur þarna á og maður þarf að vera vel búinn undir járnkarlinn,“ segir Pétur. Hann er eins og fyrr segir að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á einungis sex vikum, er ekki erfitt að búa sig undir svona keppni? „Þegar ég tók þátt í minni fyrstu þríþrautarkeppni var sagt við mig að það tæki svona sjö ár að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta járnkarl. Nú æfi ég í um þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar í sex til níu mánuði, þetta er gríðarlega mikill undirbúningur, það er ekki séns á að klára svona keppni annars,“ segir Pétur.kemur í mark Pétur er hér að klára Járnkarlinn í Austurríki fyrir um sex vikum.mynd/einksafnHann kláraði sitt fyrsta járnkarlsmót á tímanum 11:29:49. „Í mínum aldursflokki, 50 til 54 ára karlar, voru 323 skráðir, 240 kláruðu og ég var í 74. sæti. Það voru þrjú þúsund keppendur í heildina og meðaltíminn var um þrettán tímar þannig að ég var sáttur.“ Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í járnkarlinum í Svíþjóð. „Við erum tólf manna hópur frá Þríkó, sem er þríþrautardeild Breiðabliks. Ég held að þetta sé stærsti hópur Íslendinga sem hefur farið svona saman út að keppa,“ segir Pétur, sem er staðráðinn í að bæta tíma sinn í Svíþjóð. Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
„Ég hef aldrei verið í betra formi og finnst þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Pétur Einarsson járnkarl, en hann er fara taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum um næstu helgi. Hann keppti í járnkarlsmóti í Austurríki fyrir sex vikum og er nú að undirbúa sig þar sem hann keppir í öðru járnkarlsmóti í Svíþjóð. Pétur, sem varð fimmtugur á árinu, segist þó ekki alltaf hafa verið svona mikill íþróttamaður. „Um fertugt var ég bara meðalskrifstofumaður með smá bumbu sem drakk og reykti. Ég hætti þó að drekka og reykja um þrítugt en fór þá að borða meira og vaknaði svo upp við það að vera í engu formi og allt of þungur, þetta hafði svo mikil áhrif á andlega líðan,“ útskýrir Pétur. Hann ákvað að snúa við blaðinu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var fertugur en kynntist svo þríþrautinni fljótlega.Pétur hefur keppt í sjö maraþonum á tíu árum, meðal annars í Berlín, London, New York, Boston og Chicago. „Árið 2006 byrja ég að keppa í þríþraut og hef keppt um allan heim. Ég held ég sé búinn að keppa í svona fimmtán þríþrautarmótum síðan árið 2006,“ bætir Pétur við. Járnkarlsmótið er í raun þríþraut nema vegalengdirnar eru mun meiri í járnkarlsmótinu. „Í járnkarlinum syndum við 3,8 kílómetra, hjólum 180 kílómetra og hlaupum 42 kílómetra en í hefðbundinni þríþraut eru þetta 1,5 kílómetra langt sund, hjólað í 40 kílómetra og hlaupnir tíu kílómetrar. Það er mikill munur þarna á og maður þarf að vera vel búinn undir járnkarlinn,“ segir Pétur. Hann er eins og fyrr segir að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á einungis sex vikum, er ekki erfitt að búa sig undir svona keppni? „Þegar ég tók þátt í minni fyrstu þríþrautarkeppni var sagt við mig að það tæki svona sjö ár að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta járnkarl. Nú æfi ég í um þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar í sex til níu mánuði, þetta er gríðarlega mikill undirbúningur, það er ekki séns á að klára svona keppni annars,“ segir Pétur.kemur í mark Pétur er hér að klára Járnkarlinn í Austurríki fyrir um sex vikum.mynd/einksafnHann kláraði sitt fyrsta járnkarlsmót á tímanum 11:29:49. „Í mínum aldursflokki, 50 til 54 ára karlar, voru 323 skráðir, 240 kláruðu og ég var í 74. sæti. Það voru þrjú þúsund keppendur í heildina og meðaltíminn var um þrettán tímar þannig að ég var sáttur.“ Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í járnkarlinum í Svíþjóð. „Við erum tólf manna hópur frá Þríkó, sem er þríþrautardeild Breiðabliks. Ég held að þetta sé stærsti hópur Íslendinga sem hefur farið svona saman út að keppa,“ segir Pétur, sem er staðráðinn í að bæta tíma sinn í Svíþjóð.
Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira