Ofnæmiskonan snýr aftur í Stelpunum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 09:00 „Það er algjörlega kominn tími til að taka upp þráðinn með Stelpurnar,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri Stelpnanna, en æfingar fyrir gamanþáttaröðina eru í fullum gangi. Þátturinn snýr aftur á Stöð 2 nú í haust eftir að nærri áratugur er liðinn frá því að fyrsti þátturinn leit dagsins ljós. Óskar segir alltof mikið af fyndnum sketsum til. „Þetta er mikil tilraunastarfsemi og þá er ágætt að geta valið úr þegar við fáum fjarlægð á þetta.“ Æfingaferlið er gríðarlega mikilvægt. „Bæði til þess að velja sketsa og til þess að ákveða hver leikur hvað.“ Á meðan á æfingaferlinu stendur eru senur endurskrifaðar og æfðar í þaula. „Við fáum oft nýjar hugmyndir og þegar hópurinn hittist þá gerast hlutirnir á miklu markvissari hátt. Það er miklu meira gaman að skrifa saman,“ segir Óskar og hlær. „Ég get lofað því að það verða nokkrir gamlir karakterar en mikið af nýjum,“ segir Óskar dularfullum rómi en vill ekki gefa of mikið upp. Hann gefur aðdáendum þáttanna þó eitt til að hlakka til: Ofnæmiskona Ilmar Kristjánsdóttur kemur aftur á skjáinn. „Nú er hún búin að opna lífstílsbúð, það er að segja heilsubúð.“ Ofnæmiskonan er öllum aðdáendum Stelpnanna kunn en óborganlegar senur hennar má sjá í myndbandinu hér að ofan. Með myndinni fylgir að auki YouTube myndband af 10 uppáhalds senum íslensks aðdáanda þáttanna. Myndbandið er með yfir fjörtíu þúsund áhorf. Nýir leikarar bregða á leik í þáttaröðinni í bland við þá sem sáust í þeirri fyrri. Þar má nefna grínleikara á borð við Björn Jörund Friðbjörnsson, Þorstein Bachmann og Maríönnu Klöru Lúthersdóttur. Fréttablaðið/Arnþór.Reyndar Leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir eru reyndar gamanleikkonur og eiga margar eftirminnilegar senur í fyrstu þáttaröðinni. Fréttablaðið/Arnþór. Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
„Það er algjörlega kominn tími til að taka upp þráðinn með Stelpurnar,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri Stelpnanna, en æfingar fyrir gamanþáttaröðina eru í fullum gangi. Þátturinn snýr aftur á Stöð 2 nú í haust eftir að nærri áratugur er liðinn frá því að fyrsti þátturinn leit dagsins ljós. Óskar segir alltof mikið af fyndnum sketsum til. „Þetta er mikil tilraunastarfsemi og þá er ágætt að geta valið úr þegar við fáum fjarlægð á þetta.“ Æfingaferlið er gríðarlega mikilvægt. „Bæði til þess að velja sketsa og til þess að ákveða hver leikur hvað.“ Á meðan á æfingaferlinu stendur eru senur endurskrifaðar og æfðar í þaula. „Við fáum oft nýjar hugmyndir og þegar hópurinn hittist þá gerast hlutirnir á miklu markvissari hátt. Það er miklu meira gaman að skrifa saman,“ segir Óskar og hlær. „Ég get lofað því að það verða nokkrir gamlir karakterar en mikið af nýjum,“ segir Óskar dularfullum rómi en vill ekki gefa of mikið upp. Hann gefur aðdáendum þáttanna þó eitt til að hlakka til: Ofnæmiskona Ilmar Kristjánsdóttur kemur aftur á skjáinn. „Nú er hún búin að opna lífstílsbúð, það er að segja heilsubúð.“ Ofnæmiskonan er öllum aðdáendum Stelpnanna kunn en óborganlegar senur hennar má sjá í myndbandinu hér að ofan. Með myndinni fylgir að auki YouTube myndband af 10 uppáhalds senum íslensks aðdáanda þáttanna. Myndbandið er með yfir fjörtíu þúsund áhorf. Nýir leikarar bregða á leik í þáttaröðinni í bland við þá sem sáust í þeirri fyrri. Þar má nefna grínleikara á borð við Björn Jörund Friðbjörnsson, Þorstein Bachmann og Maríönnu Klöru Lúthersdóttur. Fréttablaðið/Arnþór.Reyndar Leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir eru reyndar gamanleikkonur og eiga margar eftirminnilegar senur í fyrstu þáttaröðinni. Fréttablaðið/Arnþór.
Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira