Krónuþráhyggjan Martha Árnadóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:30 Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum. Huglæg fátækt Aftur á móti fer mjög lítið fyrir almennri umræðu um stöðu annarra verðmæta sem kalla mætti „huglæg verðmæti“. Þá á ég ekki við andleg eða einhvers konar „spiritual“ verðmæti heldur mun frekar verðmæti sem tengjast getu okkar til að taka ákvarðanir frá degi til dags, hinar fjölmörgu litlu ákvarðanir sem marka kúrsinn í lífi okkar annaðhvort smátt og smátt, svo smátt að við tökum varla eftir því að við stefnum hægt og örugglega að feigðarósi, og svo hinar stóru sem skipta sköpum á örstuttum tíma. En – hvað er svo sem hægt að ræða þetta, engin vísitala, enginn til að krefja úrlausna, ekki einu sinni Seðlabanki til að skamma eða stjórnmálamenn til að gera lítið úr. Ímyndunarafl og sannfæring Í bók sinni Íkarusblekkingin hvetur Mr. Godin okkur til að vera listamenn á okkar eigin forsendum, hætta að máta okkur í starfsheiti, stöður, merkimiða eða aðra ramma sem þegar hafa verið meitlaðir af samfélaginu. Að sjálfsögðu er það ekki einfalt því flestum, þó ekki öllum, finnst erfitt að máta sig í eitthvað sem er ekki til, auðvitað, því það er ekki hægt nema með einbeittu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu, sem er einmitt eiginleiki svo margra sem hafa skilið svo mikið eftir sig. Vertu listamaður Að feta ótroðna slóð krefst heilmikils kjarks og samkvæmt skilgreiningu Mr. Godin verður „listaverk“ að uppfylla þrennt; að það það breyti heiminum örlítið, að það sé gert af heilum hug, sannfæringu og örlæti og að það felist í því áhætta að framkvæma það. Form og rammar hvers tíma eru svo takmarkandi og koma iðulega í veg fyrir fullan blóma hjá alltof mörgum einstaklingum. Vertu listamaður í stað þess að vera kokkur, forstjóri, framsóknarmaður, kona og leyfðu lífinu að koma þér á óvart! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum. Huglæg fátækt Aftur á móti fer mjög lítið fyrir almennri umræðu um stöðu annarra verðmæta sem kalla mætti „huglæg verðmæti“. Þá á ég ekki við andleg eða einhvers konar „spiritual“ verðmæti heldur mun frekar verðmæti sem tengjast getu okkar til að taka ákvarðanir frá degi til dags, hinar fjölmörgu litlu ákvarðanir sem marka kúrsinn í lífi okkar annaðhvort smátt og smátt, svo smátt að við tökum varla eftir því að við stefnum hægt og örugglega að feigðarósi, og svo hinar stóru sem skipta sköpum á örstuttum tíma. En – hvað er svo sem hægt að ræða þetta, engin vísitala, enginn til að krefja úrlausna, ekki einu sinni Seðlabanki til að skamma eða stjórnmálamenn til að gera lítið úr. Ímyndunarafl og sannfæring Í bók sinni Íkarusblekkingin hvetur Mr. Godin okkur til að vera listamenn á okkar eigin forsendum, hætta að máta okkur í starfsheiti, stöður, merkimiða eða aðra ramma sem þegar hafa verið meitlaðir af samfélaginu. Að sjálfsögðu er það ekki einfalt því flestum, þó ekki öllum, finnst erfitt að máta sig í eitthvað sem er ekki til, auðvitað, því það er ekki hægt nema með einbeittu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu, sem er einmitt eiginleiki svo margra sem hafa skilið svo mikið eftir sig. Vertu listamaður Að feta ótroðna slóð krefst heilmikils kjarks og samkvæmt skilgreiningu Mr. Godin verður „listaverk“ að uppfylla þrennt; að það það breyti heiminum örlítið, að það sé gert af heilum hug, sannfæringu og örlæti og að það felist í því áhætta að framkvæma það. Form og rammar hvers tíma eru svo takmarkandi og koma iðulega í veg fyrir fullan blóma hjá alltof mörgum einstaklingum. Vertu listamaður í stað þess að vera kokkur, forstjóri, framsóknarmaður, kona og leyfðu lífinu að koma þér á óvart!
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun