Daniel Radcliffe, sem var orðinn heimsfrægur fyrir tólf ára aldur fyrir leik sinn sem Harry Potter, viðurkennir nú að hann sé í raun ekki góður leikari.
„Það er erfitt að horfa á myndir eins og Harry Potter og blendingsprinsinn því að ég er bara ekkert góður í henni. Ég þoli það ekki,“ sagði hann í samtali við Mail Online.
Daniel fékk vel greitt fyrir að taka að sér hlutverk galdradrengsins og er eigið fé hans metið á tæpa þrettán milljarða.
Radcliffe segist vera lélegur leikari
