Fékk nóg af munntóbaksneyslunni Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. júlí 2014 12:30 Íris segir að kærastinn hafi haft litla trú á áskoruninni í upphafi. Hún hafi hins vegar verið staðráðin í því að ná markmiðinu. „Viðbrögðin á Facebook komu mér og fólkinu í kringum mig heldur betur á óvart,“ segir Íris Grímsdóttir, sem fékk sig fullsadda af munntóbaksneyslu kærastans á dögunum og tók málin í sínar hendur. Íris tók mynd af sjálfri sér með blað sem á stóð að ef 1.000 manns myndi líka við myndina ætlaði kærasti hennar, Geirmundur Vikar Jónsson, að hætta allri neyslu á munntóbaki. „Myndir af fólki í alls konar áskorunum hafa verið vinsælar á Facebook. Ég sendi kærastanum mynd af lítilli stelpu sem fékk pabba sinn til þess að hætta að reykja fyrir 1.000 „like“ og spurði hvort hann myndi hætta að taka í vörina ef hann fengi áskorun frá mér. Hann sagðist ekki hafa neina trú á því að ég myndi ná 1.000 lækum en óskaði mér góðs gengis. Þar sem ég er algjör keppnismanneskja varð ég að afsanna þetta, lét slag standa og skellti myndinni á Facebook.“ Myndin sló í gegn og á einum og hálfum sólarhring var hún komin með tæp 4.000 „like“. Það var því lítið annað fyrir Geirmund að gera en að leggja munntóbakinu fyrir fullt og allt. „Honum gengur furðulega vel. Fyrstu tímarnir eftir að hann losaði úr vörinni í seinasta skipti voru honum erfiðir en nú ber hann sig ótrúlega vel.“ Samkvæmt tölum frá ÁTVR hefur sala á munntóbaki stóraukist undanfarin ár. „Verst finnst mér þegar ungt fólk, sem aldrei hefur notað tóbak áður, byrjar á því, þrátt fyrir allar forvarnir og auglýsingaherferðir um skaðsemi tóbaks.“ Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Viðbrögðin á Facebook komu mér og fólkinu í kringum mig heldur betur á óvart,“ segir Íris Grímsdóttir, sem fékk sig fullsadda af munntóbaksneyslu kærastans á dögunum og tók málin í sínar hendur. Íris tók mynd af sjálfri sér með blað sem á stóð að ef 1.000 manns myndi líka við myndina ætlaði kærasti hennar, Geirmundur Vikar Jónsson, að hætta allri neyslu á munntóbaki. „Myndir af fólki í alls konar áskorunum hafa verið vinsælar á Facebook. Ég sendi kærastanum mynd af lítilli stelpu sem fékk pabba sinn til þess að hætta að reykja fyrir 1.000 „like“ og spurði hvort hann myndi hætta að taka í vörina ef hann fengi áskorun frá mér. Hann sagðist ekki hafa neina trú á því að ég myndi ná 1.000 lækum en óskaði mér góðs gengis. Þar sem ég er algjör keppnismanneskja varð ég að afsanna þetta, lét slag standa og skellti myndinni á Facebook.“ Myndin sló í gegn og á einum og hálfum sólarhring var hún komin með tæp 4.000 „like“. Það var því lítið annað fyrir Geirmund að gera en að leggja munntóbakinu fyrir fullt og allt. „Honum gengur furðulega vel. Fyrstu tímarnir eftir að hann losaði úr vörinni í seinasta skipti voru honum erfiðir en nú ber hann sig ótrúlega vel.“ Samkvæmt tölum frá ÁTVR hefur sala á munntóbaki stóraukist undanfarin ár. „Verst finnst mér þegar ungt fólk, sem aldrei hefur notað tóbak áður, byrjar á því, þrátt fyrir allar forvarnir og auglýsingaherferðir um skaðsemi tóbaks.“
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira