Tekur einn dag í einu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júlí 2014 14:30 Hermann Hreiðarsson. "Annars hef ég ekkert hugsað um það hvað taki við varðandi fótboltann. Ég hugsa ekki svo langt, er ekki einu sinni búinn að ákveða hvað ég ætla að gera á afmælisdaginn.“ Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson „Það verður nú eitthvað rólegt,“ segir Hermann Hreiðarsson spurður hvað hann ætli að gera í dag til að fagna fertugsafmælinu. „Við förum kannski út að borða en varla neitt meira. Ég er heldur ekkert alveg viss hvort þetta sé eitthvað til að fagna, en kannski held ég upp á áfangann einhvern tíma síðar. Ég kalla mig allavega heppinn að hafa náð þetta langt.“ Spurður hvort þetta séu ekki mikil tímamót fyrir fótboltamann þar sem fáir spila fótbolta sem atvinnumenn eftir fertugt gerir Hermann lítið úr því. „Ég hef nú svo sem ekki verið mikið í gangi í sumar, enda farinn að einbeita mér að öðru, þannig að afmælið breytir ekki miklu til eða frá.“ Það sem Hermann hefur verið að einbeita sér að er bygging og opnun hótels á Hellu sem opnað var um síðustu helgi í tengslum við Landsmót hestamanna. „Það lukkaðist mjög vel og er allt bara mjög jákvætt,“ segir hann og upplýsir að hann sé staddur í Þýskalandi til að kynna sér hitt og þetta í sambandi við hótelreksturinn. „Hugmyndin er að byggja fleiri hótel með tíð og tíma en við látum eitt duga í bili. Skoðum hvernig móttökurnar verða og hvort þetta gangi upp. Eftir það er kannski hægt að fara að undirbúa næstu skref.“ Spurður hvort hann sé alveg hættur að vera viðloðandi fótboltann segir Hermann að hann hafi aðeins verið að aðstoða konu sína, Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sem þjálfar kvennalið Fylkis auk þess sem hann hafi mætt á nokkrar æfingar hjá karlaliði félagsins. „Hótelið hefur haft forgang en nú er það farið að rúlla, þannig að maður ætti að geta mætt á fleiri æfingar núna. Annars hef ég ekkert hugsað um það hvað taki við varðandi fótboltann. Ég hugsa ekki svo langt, er ekki einu sinni búinn að ákveða hvað ég ætla að gera á afmælisdaginn. Ég tek bara einn dag í einu.“ Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Það verður nú eitthvað rólegt,“ segir Hermann Hreiðarsson spurður hvað hann ætli að gera í dag til að fagna fertugsafmælinu. „Við förum kannski út að borða en varla neitt meira. Ég er heldur ekkert alveg viss hvort þetta sé eitthvað til að fagna, en kannski held ég upp á áfangann einhvern tíma síðar. Ég kalla mig allavega heppinn að hafa náð þetta langt.“ Spurður hvort þetta séu ekki mikil tímamót fyrir fótboltamann þar sem fáir spila fótbolta sem atvinnumenn eftir fertugt gerir Hermann lítið úr því. „Ég hef nú svo sem ekki verið mikið í gangi í sumar, enda farinn að einbeita mér að öðru, þannig að afmælið breytir ekki miklu til eða frá.“ Það sem Hermann hefur verið að einbeita sér að er bygging og opnun hótels á Hellu sem opnað var um síðustu helgi í tengslum við Landsmót hestamanna. „Það lukkaðist mjög vel og er allt bara mjög jákvætt,“ segir hann og upplýsir að hann sé staddur í Þýskalandi til að kynna sér hitt og þetta í sambandi við hótelreksturinn. „Hugmyndin er að byggja fleiri hótel með tíð og tíma en við látum eitt duga í bili. Skoðum hvernig móttökurnar verða og hvort þetta gangi upp. Eftir það er kannski hægt að fara að undirbúa næstu skref.“ Spurður hvort hann sé alveg hættur að vera viðloðandi fótboltann segir Hermann að hann hafi aðeins verið að aðstoða konu sína, Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sem þjálfar kvennalið Fylkis auk þess sem hann hafi mætt á nokkrar æfingar hjá karlaliði félagsins. „Hótelið hefur haft forgang en nú er það farið að rúlla, þannig að maður ætti að geta mætt á fleiri æfingar núna. Annars hef ég ekkert hugsað um það hvað taki við varðandi fótboltann. Ég hugsa ekki svo langt, er ekki einu sinni búinn að ákveða hvað ég ætla að gera á afmælisdaginn. Ég tek bara einn dag í einu.“
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira