Japlar á konunni sinni Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2014 10:00 Svavar Knútur hefur í nógu að snúast við sönginn en hefur líka lært að meta mikilvægi frítímans. mynd/gva Tónlistarmanninn Svavar Knút langar að sofa í sumarbústað í nótt. Hann segir heimilið vera sína kirkju en langar alltaf í Skagafjörð um helgar. Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég er yfirleitt á fullu að vinna, eins og aðra daga, því það er í raun ekkert sem skilgreinist sem helgi fyrir tónlistarmann.Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég verð að spila á pikknikk-tónleikum í Norræna húsinu í kvöld og svo á Rifi á Snæfellsnesi og Bjarteyjarsandi. Mig langar að lauma einni nótt í sumarbústað með fjölskyldunni meðfram þessu en það gæti verið ansi mikil bjartsýni.Hvar finnst þér best að vera um helgar? Um helgar langar mig alltaf norður í Skagafjörð en það er yfirleitt bara um verslunarmannahelgina sem ég kemst almennilega norður til að njóta þess að eiga frí.Vakirðu lengur um helgar? Ég vaki alltaf dálítið lengi enda er ég nátthrafn og dútla mér mikið í næturkyrrðinni. Um helgar finnst mér þó best að geta eytt dálitlu af deginum með fjölskyldunni.Ertu árrisull eða sefurðu út? Mér þykir gott að sofa út en dóttirin á þriðja árinu er ansi góð vekjaraklukka.Hver er draumamorgunverðurinn? Í góðum félagsskap, með fjölskyldunni eða góðum vinum, og þá skiptir litlu máli hvað er borðað.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Það er langt síðan eitthvað hefur verið dæmigert í mínu lífi, og hvað þá helgar, en stundum náum við fjölskyldan að hola okkur niður eða fá góða gesti í heimsókn og eiga notalega kvöldstund. Það er nú alveg yndislegt. Algengara er að ég sé að spila einhvers staðar og komi svo heim um miðnætti og reyni frekar að taka skemmtilegan sunnudagsmorgun með fjölskyldunni. Kaffibollaspjall inni í eldhúsi á hvaða tíma dags sem er er alltaf snilld.Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Ég er alger nammigrís og huggugámur og borða nammi mér til huggunar í dagsins önn. Íslenskt sælgæti er í miklu uppáhaldi og ég kjamsa á því eins og Glámur og Skrámur í Sælgætislandi. Svo fyllist ég sektarkennd og verð rosalega pirraður út í sjálfan mig, eins og sannur, breyskur Íslendingur.Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Það sem hendi er næst. Ég fyllist stundum ugg um að grípa eitthvað eins og höndina á konunni minni í misgripum og japla á henni í smástund áður en ég fatta að þetta er hún, öskrandi í sársauka og örvæntingu.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ekki sem slíkan. Ég skilgreini hins vegar hvíldardagana sjálfur, svona einu sinni í mánuði eða svo. Jafnvel sjaldnar. Þeir dagar eru teknir mjög alvarlega og stundum hef ég hvíldarklukkustund sem ég held mikið upp á.Ferðu til kirkju eða hlustarðu á útvarpsmessuna á sunnudögum? Ef ég er beðinn um að syngja í kirkju finnst mér óskaplega gaman að vera með í henni. Annars er heimilið mitt kirkjan mín þegar það er stund á milli stríða. Þá er útvarpsmessan ekkert verri en hvað annað til að hafa í eyrunum. Stundum þekki ég prestinn og þá er ég glaður.Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Sunnudagskaffið verður vonandi tekið með kókópöffs (hinu íslenska sumarbústaðamorgunkorni) eftir vel heppnaða tónleika í Frystiklefanum í Rifi á Snæfellsnesi í kvöld. Ég ræ að því öllum árum að fjölskyldan verði með í þeirri fyrirætlan.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Helgarfrí eru til að rækta tengsl við fjölskylduna og sjálfan sig, eyða tíma með þeim sem eru manni mikilvægastir og styrkja böndin. Mig dreymir um hjólreiðatúra, gönguferðir, kaffihúsahangs og heimsóknir með fjölskyldunni um helgar, og stundum tekst manni að láta það rætast. Stundum dugar bara morgunfúlt hangs við eldhúsborðið. Samveran er svo mikilvæg. Frí eru ótrúlega takmörkuð auðlind fyrir mig og þess vegna finnst mér alltaf erfitt að horfa upp á fólk sóa þeim í fyllerí og djamm fram eftir nóttu, með tilheyrandi þynnku og ómöguleika daginn eftir. En fólk lærir mikilvægi frítímans smám saman. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Tónlistarmanninn Svavar Knút langar að sofa í sumarbústað í nótt. Hann segir heimilið vera sína kirkju en langar alltaf í Skagafjörð um helgar. Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég er yfirleitt á fullu að vinna, eins og aðra daga, því það er í raun ekkert sem skilgreinist sem helgi fyrir tónlistarmann.Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég verð að spila á pikknikk-tónleikum í Norræna húsinu í kvöld og svo á Rifi á Snæfellsnesi og Bjarteyjarsandi. Mig langar að lauma einni nótt í sumarbústað með fjölskyldunni meðfram þessu en það gæti verið ansi mikil bjartsýni.Hvar finnst þér best að vera um helgar? Um helgar langar mig alltaf norður í Skagafjörð en það er yfirleitt bara um verslunarmannahelgina sem ég kemst almennilega norður til að njóta þess að eiga frí.Vakirðu lengur um helgar? Ég vaki alltaf dálítið lengi enda er ég nátthrafn og dútla mér mikið í næturkyrrðinni. Um helgar finnst mér þó best að geta eytt dálitlu af deginum með fjölskyldunni.Ertu árrisull eða sefurðu út? Mér þykir gott að sofa út en dóttirin á þriðja árinu er ansi góð vekjaraklukka.Hver er draumamorgunverðurinn? Í góðum félagsskap, með fjölskyldunni eða góðum vinum, og þá skiptir litlu máli hvað er borðað.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Það er langt síðan eitthvað hefur verið dæmigert í mínu lífi, og hvað þá helgar, en stundum náum við fjölskyldan að hola okkur niður eða fá góða gesti í heimsókn og eiga notalega kvöldstund. Það er nú alveg yndislegt. Algengara er að ég sé að spila einhvers staðar og komi svo heim um miðnætti og reyni frekar að taka skemmtilegan sunnudagsmorgun með fjölskyldunni. Kaffibollaspjall inni í eldhúsi á hvaða tíma dags sem er er alltaf snilld.Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Ég er alger nammigrís og huggugámur og borða nammi mér til huggunar í dagsins önn. Íslenskt sælgæti er í miklu uppáhaldi og ég kjamsa á því eins og Glámur og Skrámur í Sælgætislandi. Svo fyllist ég sektarkennd og verð rosalega pirraður út í sjálfan mig, eins og sannur, breyskur Íslendingur.Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Það sem hendi er næst. Ég fyllist stundum ugg um að grípa eitthvað eins og höndina á konunni minni í misgripum og japla á henni í smástund áður en ég fatta að þetta er hún, öskrandi í sársauka og örvæntingu.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ekki sem slíkan. Ég skilgreini hins vegar hvíldardagana sjálfur, svona einu sinni í mánuði eða svo. Jafnvel sjaldnar. Þeir dagar eru teknir mjög alvarlega og stundum hef ég hvíldarklukkustund sem ég held mikið upp á.Ferðu til kirkju eða hlustarðu á útvarpsmessuna á sunnudögum? Ef ég er beðinn um að syngja í kirkju finnst mér óskaplega gaman að vera með í henni. Annars er heimilið mitt kirkjan mín þegar það er stund á milli stríða. Þá er útvarpsmessan ekkert verri en hvað annað til að hafa í eyrunum. Stundum þekki ég prestinn og þá er ég glaður.Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Sunnudagskaffið verður vonandi tekið með kókópöffs (hinu íslenska sumarbústaðamorgunkorni) eftir vel heppnaða tónleika í Frystiklefanum í Rifi á Snæfellsnesi í kvöld. Ég ræ að því öllum árum að fjölskyldan verði með í þeirri fyrirætlan.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Helgarfrí eru til að rækta tengsl við fjölskylduna og sjálfan sig, eyða tíma með þeim sem eru manni mikilvægastir og styrkja böndin. Mig dreymir um hjólreiðatúra, gönguferðir, kaffihúsahangs og heimsóknir með fjölskyldunni um helgar, og stundum tekst manni að láta það rætast. Stundum dugar bara morgunfúlt hangs við eldhúsborðið. Samveran er svo mikilvæg. Frí eru ótrúlega takmörkuð auðlind fyrir mig og þess vegna finnst mér alltaf erfitt að horfa upp á fólk sóa þeim í fyllerí og djamm fram eftir nóttu, með tilheyrandi þynnku og ómöguleika daginn eftir. En fólk lærir mikilvægi frítímans smám saman.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira