Innlent

Sækja öll tré nema í Reykjavík

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Reykvíkingar verða sjálfir að koma jólatrjám sínum í Sorpu.
Reykvíkingar verða sjálfir að koma jólatrjám sínum í Sorpu. Fréttablaðið/Anton Brink
Jólatrén verða ekki sótt að lóðarmörkum Reykvíkinga, heldur verða þeir sjálfir að koma þeim í Sorpu.

Einstaklingar þurfa ekki að greiða förgunargjald, að því er segir á vef Sorpu. Dæmi eru um að íþróttafélög hafi sótt jólatré til fólks gegn vægu gjaldi.

Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru jólatrén sótt. Hirðing jólatrjáa í Kópavogi fer fram 6. og 7. janúar. Í Hafnarfirði munu starfsmenn bæjarins sækja jólatré að lóðarmörkum 8., 9. og 10. janúar. Seltjarnarnesbær hirðir jólatré við lóðarmörk 6. og 7. janúar.

Í Garðabæ sækir Hjálparsveit skáta jólatré að lóðarmörkum samkvæmt samkomulagi við bæinn. Jólatré íbúa í Mosfellsbæ verða sótt að lóðarmörkum eins og undanfarin ár.

Sveitarfélögin hvetja íbúa til að safna saman leifum eftir flugelda og koma þeim í Sorpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×