Fann sinn sanna tón í reggítónlistinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. júní 2014 08:00 Vísir/Valli „Ég vissi í raun aldrei hvað ég vildi syngja en held ég hafi fundið minn tón í reggíinu. Mér finnst ógeðslega gaman að syngja reggítónlist,“ segir tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem er um þessar mundir í tveimur vinsælum hljómsveitum hér á landi. Hún er söngkona í reggísveitinni Amaba Dama og þá er hún einnig í rappstúlknasveitinni Reykjavíkurdætur. „Það gengur vel að samræma þetta, maður finnur alltaf tíma fyrir listina eða það sem maður elskar að gera.“ Amaba Dama hefur átt í nógu að snúast að undanförnu. „Við erum að vinna á fullu í plötu sem kemur út fyrir jól.“ Hin hljómsveitin, Reykjavíkurdætur, hefur einnig talsvert verið í deiglunni að undanförnu, en er ekki erfitt að vera í hljómsveit með fimmtán stelpum? „Nei, þetta er einn skemmtilegasti hópur sem ég hef verið í. Við erum allar ólíkar en tengjumst samt svo vel, það verður til svo mikil orka þegar við hittumst,“ segir Salka Sól um Reykjavíkurdætur. Hún byrjaði þó að rappa fyrir hálfgerða slysni. „Ég hafði aldrei ímyndað mér að ég myndi byrja að rappa, því ég hafði bara verið að syngja,“ útskýrir Salka Sól, sem er einnig mikill hipphoppunnandi. Hún kom heim til Íslands fyrir um ári, eftir að hafa lagt stund á nám við hljóðmyndagerð í London. „Eftir að ég kom heim vildi ég fara að gera mína eigin tónlist. Það gengur vel, svo vinnum við í Amaba Dama tónlistina saman, þó að Maggi komi með flestar hugmyndirnar. Það er frábært að vinna með mögnuðu fólki,“ bætir Salka Sól við. Hún kemur úr mikilli leikarafjölskyldu, en er leiklistin ekki á stefnuskránni? „Leikarabakterían er ekkert svo mikil. Ég hef meiri áhuga á að skapa tónlist fyrir leikhús, sérstaklega eftir námið í London.“ Í sumar mun Salka Sól vera umsjónarmanneskja þáttarins Sumar morgnar á Rás 2, ásamt Dodda litla, en þættirnir koma í staðinn fyrir Virka morgna í sumar. „Mig langaði alltaf að verða útvarpskona þegar ég var yngri þannig að þetta verður geðveikt gaman. Þegar ég var yngri var ég gjörn á að taka upp útvarpsþætti á kassettu,“ segir Salka Sól létt í lundu, en þá var hún einnig valin bæjarlistamaður Kópavogsbæjar fyrir skömmu. Fram undan hjá Sölku Sól er vinna í plötu Amaba Dama og þá er þétt tónleikadagskrá fram undan hjá hljómsveitum hennar. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira
„Ég vissi í raun aldrei hvað ég vildi syngja en held ég hafi fundið minn tón í reggíinu. Mér finnst ógeðslega gaman að syngja reggítónlist,“ segir tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem er um þessar mundir í tveimur vinsælum hljómsveitum hér á landi. Hún er söngkona í reggísveitinni Amaba Dama og þá er hún einnig í rappstúlknasveitinni Reykjavíkurdætur. „Það gengur vel að samræma þetta, maður finnur alltaf tíma fyrir listina eða það sem maður elskar að gera.“ Amaba Dama hefur átt í nógu að snúast að undanförnu. „Við erum að vinna á fullu í plötu sem kemur út fyrir jól.“ Hin hljómsveitin, Reykjavíkurdætur, hefur einnig talsvert verið í deiglunni að undanförnu, en er ekki erfitt að vera í hljómsveit með fimmtán stelpum? „Nei, þetta er einn skemmtilegasti hópur sem ég hef verið í. Við erum allar ólíkar en tengjumst samt svo vel, það verður til svo mikil orka þegar við hittumst,“ segir Salka Sól um Reykjavíkurdætur. Hún byrjaði þó að rappa fyrir hálfgerða slysni. „Ég hafði aldrei ímyndað mér að ég myndi byrja að rappa, því ég hafði bara verið að syngja,“ útskýrir Salka Sól, sem er einnig mikill hipphoppunnandi. Hún kom heim til Íslands fyrir um ári, eftir að hafa lagt stund á nám við hljóðmyndagerð í London. „Eftir að ég kom heim vildi ég fara að gera mína eigin tónlist. Það gengur vel, svo vinnum við í Amaba Dama tónlistina saman, þó að Maggi komi með flestar hugmyndirnar. Það er frábært að vinna með mögnuðu fólki,“ bætir Salka Sól við. Hún kemur úr mikilli leikarafjölskyldu, en er leiklistin ekki á stefnuskránni? „Leikarabakterían er ekkert svo mikil. Ég hef meiri áhuga á að skapa tónlist fyrir leikhús, sérstaklega eftir námið í London.“ Í sumar mun Salka Sól vera umsjónarmanneskja þáttarins Sumar morgnar á Rás 2, ásamt Dodda litla, en þættirnir koma í staðinn fyrir Virka morgna í sumar. „Mig langaði alltaf að verða útvarpskona þegar ég var yngri þannig að þetta verður geðveikt gaman. Þegar ég var yngri var ég gjörn á að taka upp útvarpsþætti á kassettu,“ segir Salka Sól létt í lundu, en þá var hún einnig valin bæjarlistamaður Kópavogsbæjar fyrir skömmu. Fram undan hjá Sölku Sól er vinna í plötu Amaba Dama og þá er þétt tónleikadagskrá fram undan hjá hljómsveitum hennar.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira