Ekki viss um hver sé mín sterkasta grein Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2014 06:30 Jóhann Björn hefur tekið miklum framförum á hlaupabrautinni í vor og stefnir í spennandi tímabil hjá honum í sumar. fréttablaðið/pjetur Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sjá meira
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sjá meira