Fer seint í háttinn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2014 10:00 Óli Geir er vel á sig kominn enda duglegur að rækta líkama og sál til að takast á við verkefni næturvinnunnar um helgar. mynd/jón óskar Ólafur Geir Jónsson, plötusnúður og fyrrverandi herra Ísland, verður á ferð og flugi um helgina og tryllir Akureyringa í kvöld sem DJ Óli Geir. Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég vinn flestar helgar. Ég sé um að skipuleggja viðburði fyrir nánast alla stærstu skemmtistaði landsins og er auk þess plötusnúður. Helgarnar eru því mínir aðalvinnudagar. Þegar tími gefst stunda ég líka heilmikla líkamsrækt á laugardögum en sunnudagarnir fara í afslöppun.Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Þessa helgi er allt í gangi. Ég spilaði á Kótelettunni á Selfossi í gærkvöldi og í kvöld verð ég á Bíladögum á Akureyri þar sem ég mun spila í Sjallanum með Muscleboy og Love Guru. Dagurinn fer því að mestu í undirbúning því ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur.Hvar finnst þér best að vera um helgar? Heima er best, alltaf. En þær helgar sem ég er heima fyrir eru of fáar.Vakirðu fram eftir um helgar? Já, ég geri það, jafnvel þótt ég sé ekki að vinna. Þá leyfi ég mér að vaka lengur bara af því ég veit að það er komin helgi. Ég er þá ekkert að gera neitt sérstakt. Ég er mikill dundari og finn mér alltaf eitthvað til dundurs. Sófinn er líka vinsæll. Það tekur mig yfirleitt tvo til þrjá tíma að ná mér niður eftir gigg og geta þá gengið til hvílu. Ég fer því mjög seint í háttinn um vinnuhelgar.Ertu árrisull eða sefurðu út? Það fer eftir hvað ég var að gera. Um fríhelgar reyni ég að vakna snemma og nýta daginn. Ef ekki, næ ég mér í allan þann svefn sem ég þarf. Ég byrja svo yfirleitt daginn á því að fara í ræktina og verð þannig orkumeiri yfir daginn.Hver er draumamorgunverðurinn? Ætli það sé ekki egg og beikon.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég fæ mér yfirleitt eitthvað gott að borða og síðan hefst undirbúningur undir kvöldið. Ef ég á tíma aflögu hitti ég góða vini og fer svo að skemmta þar sem ég er bókaður. Þar legg ég mig allan fram og spila yfirleitt fyrir mörg hundruð manns fram á rauðanótt.Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið? Ég er algjör sælkeri en reyni að hafa einn nammidag í viku, á sunnudögum. Ég elska súkkulaði og hlaup. Uppáhaldsnammið er allt hlaup frá Haribo. Annars er ég líka mikið í snakkinu, helst Doritos, það klikkar aldrei. Ætli ég fái mér ekki Doritos einu sinni í viku.Klæðirðu þig í betri gallann um helgar? Ég reyni að vera í betri gallanum eins oft og ég get, alla daga vikunnar, en er þó klárlega ögn fínni í tauinu um helgar.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Það má segja það. Sunnudagur er minn hvíldardagur. Ég fer oftast út að borða með kærustunni og skipulegg daginn eins vel og ég get til að fá sem mest út úr honum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Nei, það geri ég nú ekki en kannski maður ætti að fara að hjóla í það.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Helgarfrí eru til að slappa af, gera hluti sem maður gerir ekki hina dagana og jafnvel lyfta sér aðeins upp. Þegar ég fæ heila helgi í frí þá nýti ég hana til fulls. Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Ólafur Geir Jónsson, plötusnúður og fyrrverandi herra Ísland, verður á ferð og flugi um helgina og tryllir Akureyringa í kvöld sem DJ Óli Geir. Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég vinn flestar helgar. Ég sé um að skipuleggja viðburði fyrir nánast alla stærstu skemmtistaði landsins og er auk þess plötusnúður. Helgarnar eru því mínir aðalvinnudagar. Þegar tími gefst stunda ég líka heilmikla líkamsrækt á laugardögum en sunnudagarnir fara í afslöppun.Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Þessa helgi er allt í gangi. Ég spilaði á Kótelettunni á Selfossi í gærkvöldi og í kvöld verð ég á Bíladögum á Akureyri þar sem ég mun spila í Sjallanum með Muscleboy og Love Guru. Dagurinn fer því að mestu í undirbúning því ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur.Hvar finnst þér best að vera um helgar? Heima er best, alltaf. En þær helgar sem ég er heima fyrir eru of fáar.Vakirðu fram eftir um helgar? Já, ég geri það, jafnvel þótt ég sé ekki að vinna. Þá leyfi ég mér að vaka lengur bara af því ég veit að það er komin helgi. Ég er þá ekkert að gera neitt sérstakt. Ég er mikill dundari og finn mér alltaf eitthvað til dundurs. Sófinn er líka vinsæll. Það tekur mig yfirleitt tvo til þrjá tíma að ná mér niður eftir gigg og geta þá gengið til hvílu. Ég fer því mjög seint í háttinn um vinnuhelgar.Ertu árrisull eða sefurðu út? Það fer eftir hvað ég var að gera. Um fríhelgar reyni ég að vakna snemma og nýta daginn. Ef ekki, næ ég mér í allan þann svefn sem ég þarf. Ég byrja svo yfirleitt daginn á því að fara í ræktina og verð þannig orkumeiri yfir daginn.Hver er draumamorgunverðurinn? Ætli það sé ekki egg og beikon.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég fæ mér yfirleitt eitthvað gott að borða og síðan hefst undirbúningur undir kvöldið. Ef ég á tíma aflögu hitti ég góða vini og fer svo að skemmta þar sem ég er bókaður. Þar legg ég mig allan fram og spila yfirleitt fyrir mörg hundruð manns fram á rauðanótt.Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið? Ég er algjör sælkeri en reyni að hafa einn nammidag í viku, á sunnudögum. Ég elska súkkulaði og hlaup. Uppáhaldsnammið er allt hlaup frá Haribo. Annars er ég líka mikið í snakkinu, helst Doritos, það klikkar aldrei. Ætli ég fái mér ekki Doritos einu sinni í viku.Klæðirðu þig í betri gallann um helgar? Ég reyni að vera í betri gallanum eins oft og ég get, alla daga vikunnar, en er þó klárlega ögn fínni í tauinu um helgar.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Það má segja það. Sunnudagur er minn hvíldardagur. Ég fer oftast út að borða með kærustunni og skipulegg daginn eins vel og ég get til að fá sem mest út úr honum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Nei, það geri ég nú ekki en kannski maður ætti að fara að hjóla í það.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Helgarfrí eru til að slappa af, gera hluti sem maður gerir ekki hina dagana og jafnvel lyfta sér aðeins upp. Þegar ég fæ heila helgi í frí þá nýti ég hana til fulls.
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira