Hlaut eftirsóttan Google-styrk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2014 08:00 Helga Guðmundsdóttir vinnur nú að meistararitgerð sinni sem fjallar um kerfið að baki Facebook. visir/stefán Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur fyrst Íslendinga hlotið hinn eftirsótta Google-styrk. Styrkurinn er til minningar um Anitu Borg sem barðist fyrir auknum hlut kvenna í tölvunar- og tæknifræðum og eiga kvenkyns nemendur í þeim greinum kost á að hljóta styrkinn. Fjörutíu konur frá Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum hlutu styrk þetta árið og er Helga ein þeirra. Styrkurinn er rúmar milljón krónur og er styrkþegum boðið í heimsókn á skrifstofur Google í Sviss. Mikill fjöldi sækir um styrkinn en leitað er eftir góðum námsárangri og leiðtogahæfileikum. „Peningurinn er aukaatriði fyrir mér. Mesti heiðurinn er að fá að heimsækja Google núna í júlí og viðurkenningin sem styrkurinn er fyrir það sem maður hefur verið að gera. Google sýnir líka áhuga á að maður sæki um hjá þeim í kjölfarið og vilja halda sambandi við mann,“ segir Helga. Helga var ein stofnenda /sys/tur, samtaka kvenna í tölvunarfræðinámi í HR, og hafa stjórnendur Google tjáð Helgu áhuga á að styðja við félagsskapinn með einhverjum hætti. Google birti nýlega kynjahlutföll hjá sér og konur eru eingöngu 30 prósent starfsmanna og eingöngu 17 prósent í tæknistörfum. Styrkurinn er til þess fallinn að hvetja konur áfram, bæði til að fara í námið og sækja um störf. „Tækifærin eru mörg í þessum geira og þá sérstaklega fyrir konur. Við erum vakandi fyrir þessu og viljum endilega fá fleiri konur í námið,“ segir Helga sem er nýkomin frá Bandaríkjunum. Þar hefur hún verið að vinna í meistararitgerðinni í samstarfi við Cornell-háskóla. „Ég fann það úti hvað það er mikill heiður að fá þennan styrk, allir þekktu vel til hans og þetta er gífurleg viðurkenning fyrir mig faglega.“ Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur fyrst Íslendinga hlotið hinn eftirsótta Google-styrk. Styrkurinn er til minningar um Anitu Borg sem barðist fyrir auknum hlut kvenna í tölvunar- og tæknifræðum og eiga kvenkyns nemendur í þeim greinum kost á að hljóta styrkinn. Fjörutíu konur frá Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum hlutu styrk þetta árið og er Helga ein þeirra. Styrkurinn er rúmar milljón krónur og er styrkþegum boðið í heimsókn á skrifstofur Google í Sviss. Mikill fjöldi sækir um styrkinn en leitað er eftir góðum námsárangri og leiðtogahæfileikum. „Peningurinn er aukaatriði fyrir mér. Mesti heiðurinn er að fá að heimsækja Google núna í júlí og viðurkenningin sem styrkurinn er fyrir það sem maður hefur verið að gera. Google sýnir líka áhuga á að maður sæki um hjá þeim í kjölfarið og vilja halda sambandi við mann,“ segir Helga. Helga var ein stofnenda /sys/tur, samtaka kvenna í tölvunarfræðinámi í HR, og hafa stjórnendur Google tjáð Helgu áhuga á að styðja við félagsskapinn með einhverjum hætti. Google birti nýlega kynjahlutföll hjá sér og konur eru eingöngu 30 prósent starfsmanna og eingöngu 17 prósent í tæknistörfum. Styrkurinn er til þess fallinn að hvetja konur áfram, bæði til að fara í námið og sækja um störf. „Tækifærin eru mörg í þessum geira og þá sérstaklega fyrir konur. Við erum vakandi fyrir þessu og viljum endilega fá fleiri konur í námið,“ segir Helga sem er nýkomin frá Bandaríkjunum. Þar hefur hún verið að vinna í meistararitgerðinni í samstarfi við Cornell-háskóla. „Ég fann það úti hvað það er mikill heiður að fá þennan styrk, allir þekktu vel til hans og þetta er gífurleg viðurkenning fyrir mig faglega.“
Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira