Lífið

Jóganámskeið og hópefli fyrir krakka í sumar

Marín Manda skrifar
Stelpurnar á jóganámskeiðinu.
Stelpurnar á jóganámskeiðinu.
„Þetta eru svolítið öðruvísi jóganámskeið en þau hafa slegið í gegn hjá þessum stelpum sem fá að vera þarna á sínum eigin forsendum og upplifa að þær séu flottar og heilar eins og þær eru,“ segir Ásta Bárðardóttir jógakennari sem að stýrir krakka-og unglinganámskeiðum í jóga í sumar.

„Það er svo mikið áreiti alls staðar og þessar stúlkur eru að koma í inn í umhverfi þar sem þeim líður augljóslega vel. Þær læra einbeitingu, öndun og allar grunnstöður í jóga og svo elska þær að fara í slökun.“

Ásta er menntuð sem grunnskólakennari og jógakennari og er að gera jóga að fullu starfi hjá Jóga jörð á Höfðabakka 9. Í sumar stýrir hún jóganámskeiðum fyrir 7-10 ára og 10-13 ára börn milli hálf eitt og fjögur frá mánudegi til föstudags í Ártúnsskóla í júní og ágúst og félagsmiðstöð Árbæjar í júlí mánuði.

Námskeiðin eru í viku í senn og kennt er jóga í einn og hálfan tíma á dag ásamt því að farið er í leiki.

 

„Við leggjum áherslu á hópefli í gegnum leiki og stundum klæða þær sig upp í búninga og búa til indverska dansa. Þetta er vettvangur þar sem þær fá algjörlega að njóta sín, stunda jóga, búa til Origami föndur, baka pönnukökur, fara á trúnó eða hvað annað sem sprettur upp“ segir Ásta.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á facebook síðunni Krakkajóga-Unglingajóga eða á jogajord.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.