Lífið

Fylgstu með HM á samfélagsmiðlum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í dag og verður hægt að fylgjast grannt með stöðu mála á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram alla keppnina.

Hægt verður að fylgjast með mótinu á Facebook á svæði sem heitir Trending World Cup. Þar detta inn öll úrslit, fréttir úr leikjunum og færslur frá leikmönnum og aðdáendum um mótið. Þar verður einnig kort sem sýnir hvar aðdáendur eru staddir í heiminum. Sérstök síða sem heitir FacebookRef verður einnig aðgengileg notendum Facebook þar sem aðili á vegum Facebook lýsir leikjunum. Facebook hvetur því alla notendur til að nota kassamerkið #WorldCup í færslum tengdum mótinu.

Sama kassamerki er notað á Twitter til að fylgjast með öllum 64 leikjunum sem spilaðir verða á mótinu. Þá er hægt að fylgjast með Twitter-síðu FIFA, @FIFAWorldCup.

*Tæplega 40% notenda Facebook, sem eru 1,28 milljarðar talsins, eru aðdáendur knattspyrnu.

* FIFA telur að 909,6 milljónir hafi horft á að minnsta kosti eina mínútu af úrslitaleik heimsmeistaramótsins árið 2010 þar sem Spánn sigraði Holland.

* Búast má við miklu Twitter-flóði á meðan á keppninni stendur en í samanburði voru rúmlega 24,9 milljónir tísta færðar inn á Twitter þegar Ofurskálin fór fram í ár. Tveimur árum á undan voru það 13,7 milljónir tísta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.