"Við syngjum ekkert bull“ Baldvin Þormóðsson skrifar 12. júní 2014 12:30 Kórinn hefur undanfarið lagt meiri áherslu á góðan söng. „Það er alveg bullandi húmor í okkur, þetta verður mjög lifandi,“ segir Jón Svavar Jósefsson, stjórnandi Bartóna, karlakórs Kaffibarsins, en kórinn heldur sína fyrstu sumartónleika í kvöld í Tjarnarbíói. „Við erum að bjóða vinum okkar sem við höfum sungið inn á plötur með að syngja með okkur,“ segir Jón Svavar en meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram í kvöld eru Emmsjé Gauti, Original Melody og Mike Lindsay en Bartónar hafa áður sungið bakraddir í lögum þeirra listamanna. „Við höfum verið að leggja meiri áherslu á sönginn í vetur,“ segir kórstjórnandinn. „Fyrst vorum við bara að gera þetta á kúlinu, sem okkur fannst flottast þá en svo þroskast allir og kórinn hefur þroskast sem slíkur,“ segir Jón Svavar og bætir því við að kórmeðlimir séu orðnir mun betri söngvarar en þeir voru áður. „Við höldum samt öllu hinu, sviðsframkomu og okkar gleði.“Syngja vísur sem höfða til kvenþjóðarinnar Bartónar skera sig út frá öðrum hefðbundnum kórum á margan hátt en kórinn hefur meðal annars skapað sér siðareglur sem haldið er til haga. „Við syngjum ekkert bull, við syngjum föðurlandslög og vísur sem höfða til kvenþjóðarinnar,“ segi Jón Svavar. „Við reynum að sneiða fram hjá trúarbrögðum og pólitík þótt það detti inn einstaka lög af því tagi,“ segir stjórnandinn en strákarnir syngja langmest íslenska karlakórstónlist undirleikslaust. „Við stólum bara á það að við skilum röddunum okkar nógu vel frá okkur.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur beint til Stígamóta, samtaka gegn kynferðisofbeldi, en félögum kórsins er mjög annt um þeirra starf. „Þetta er eitthvað sem maður vill gefa gaum og taka þátt í að styðja við,“ segir Jón. „Ef maður getur gert eitthvað í þágu samfélagsins þá er um að gera að gera það, þetta er spurning um málstað og að taka þátt í kærleikanum í samfélaginu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Tjarnarbíói og kostar 1.500 krónur inn. Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira
„Það er alveg bullandi húmor í okkur, þetta verður mjög lifandi,“ segir Jón Svavar Jósefsson, stjórnandi Bartóna, karlakórs Kaffibarsins, en kórinn heldur sína fyrstu sumartónleika í kvöld í Tjarnarbíói. „Við erum að bjóða vinum okkar sem við höfum sungið inn á plötur með að syngja með okkur,“ segir Jón Svavar en meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram í kvöld eru Emmsjé Gauti, Original Melody og Mike Lindsay en Bartónar hafa áður sungið bakraddir í lögum þeirra listamanna. „Við höfum verið að leggja meiri áherslu á sönginn í vetur,“ segir kórstjórnandinn. „Fyrst vorum við bara að gera þetta á kúlinu, sem okkur fannst flottast þá en svo þroskast allir og kórinn hefur þroskast sem slíkur,“ segir Jón Svavar og bætir því við að kórmeðlimir séu orðnir mun betri söngvarar en þeir voru áður. „Við höldum samt öllu hinu, sviðsframkomu og okkar gleði.“Syngja vísur sem höfða til kvenþjóðarinnar Bartónar skera sig út frá öðrum hefðbundnum kórum á margan hátt en kórinn hefur meðal annars skapað sér siðareglur sem haldið er til haga. „Við syngjum ekkert bull, við syngjum föðurlandslög og vísur sem höfða til kvenþjóðarinnar,“ segi Jón Svavar. „Við reynum að sneiða fram hjá trúarbrögðum og pólitík þótt það detti inn einstaka lög af því tagi,“ segir stjórnandinn en strákarnir syngja langmest íslenska karlakórstónlist undirleikslaust. „Við stólum bara á það að við skilum röddunum okkar nógu vel frá okkur.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur beint til Stígamóta, samtaka gegn kynferðisofbeldi, en félögum kórsins er mjög annt um þeirra starf. „Þetta er eitthvað sem maður vill gefa gaum og taka þátt í að styðja við,“ segir Jón. „Ef maður getur gert eitthvað í þágu samfélagsins þá er um að gera að gera það, þetta er spurning um málstað og að taka þátt í kærleikanum í samfélaginu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Tjarnarbíói og kostar 1.500 krónur inn.
Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira