Hemmi Hreiðars stofnar styrktarsjóð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2014 09:00 Hermann heldur Herminator Invitational í Vestmannaeyjum í lok mánaðarins. „Vonandi verður sjóðurinn langlífur en hver sem er getur bætt í sjóðinn inni á vefsíðunni help.is og er þar undir Gjöf sem gefur,“ segir knattspyrnugoðið Hermann Hreiðarsson. Hann hefur stofnað sjóð hjá Hjálparstofnun kirkjunnar undir nafninu Hemmasjóður sem er sérstaklega hugsaður til að gera börnum frá efnaminni fjölskyldum kleift að stunda íþróttir. Í vikunni var 1,5 milljónum króna útdeilt til þriggja aðila; Barnaspítala Hringsins, Umhyggju og Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hermann hefur staðið að góðgerðargolfmótinu Herminator Invitational síðan árið 2006. Á mótinu kemur góður hópur fólks saman, spilar golf og safnar peningum í leiðinni. En af hverju var sjóðurinn ekki stofnaður fyrr en núna? „Fram til þessa er búið að gefa um sex milljónir til góðgerðarmála úr þessum mótum og þá hafa verið valin málefni í hvert skipti. En vegna þess að það er sérstakt áhugamál hjá mér að öll börn geti stundað íþróttir og mér var bent á að hægt væri að fá einhvern til að útdeila slíkum styrkjum beint til þeirra sem þyrftu á þeim að halda í gegnum Gjöf sem gefur hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, þótti mér liggja beinast við að stofna þennan sjóð með þeim,“ segir Hermann og bætir við að hægt sé að sækja um styrk úr sjóðnum. „Þá sér hann um að greiða kostnað við æfingagjöld, búnað eða keppnisferðir fyrir börn efnaminni foreldra.“ Hermann heldur sínu striki í ár og heldur Herminator Invitational þann 28. júní í Vestmannaeyjum. „Þegar við byrjuðum á þessu þá snérist þetta um tvennt. Skemmta sér og láta gott af sér leiða. Það hefur tekist öll árin og nú mun mótið fara fram í Vestmannaeyjum þar sem alltaf er frábært veður. Svo mótið í ár verður snilld. Og að sjálfsögðu mun ég taka Sigga Bjarna í bakaríið eins og venjulega,“ segir Hermann á léttum nótum og vísar þar í Sigurð Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Hefð er fyrir því að keppendur á golfmótinu mæti í litskrúðugum búningum og því liggur beinast við að spyrja Hermann í hvernig klæðum hann verði í ár. „Það má aldrei gefa upp búninginn fyrirfram, þá er ekkert gaman að þessu. Nú er ég í skemmtilegum búningi alla daga enda að vinna sem iðnaðarmaður við að byggja hótel. Spurningin er bara, hver mun taka sig best út í sínum búningi þetta árið? Siggi Bjarna hefur hingað til verið í ljótasta búningnum.“ Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Vonandi verður sjóðurinn langlífur en hver sem er getur bætt í sjóðinn inni á vefsíðunni help.is og er þar undir Gjöf sem gefur,“ segir knattspyrnugoðið Hermann Hreiðarsson. Hann hefur stofnað sjóð hjá Hjálparstofnun kirkjunnar undir nafninu Hemmasjóður sem er sérstaklega hugsaður til að gera börnum frá efnaminni fjölskyldum kleift að stunda íþróttir. Í vikunni var 1,5 milljónum króna útdeilt til þriggja aðila; Barnaspítala Hringsins, Umhyggju og Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hermann hefur staðið að góðgerðargolfmótinu Herminator Invitational síðan árið 2006. Á mótinu kemur góður hópur fólks saman, spilar golf og safnar peningum í leiðinni. En af hverju var sjóðurinn ekki stofnaður fyrr en núna? „Fram til þessa er búið að gefa um sex milljónir til góðgerðarmála úr þessum mótum og þá hafa verið valin málefni í hvert skipti. En vegna þess að það er sérstakt áhugamál hjá mér að öll börn geti stundað íþróttir og mér var bent á að hægt væri að fá einhvern til að útdeila slíkum styrkjum beint til þeirra sem þyrftu á þeim að halda í gegnum Gjöf sem gefur hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, þótti mér liggja beinast við að stofna þennan sjóð með þeim,“ segir Hermann og bætir við að hægt sé að sækja um styrk úr sjóðnum. „Þá sér hann um að greiða kostnað við æfingagjöld, búnað eða keppnisferðir fyrir börn efnaminni foreldra.“ Hermann heldur sínu striki í ár og heldur Herminator Invitational þann 28. júní í Vestmannaeyjum. „Þegar við byrjuðum á þessu þá snérist þetta um tvennt. Skemmta sér og láta gott af sér leiða. Það hefur tekist öll árin og nú mun mótið fara fram í Vestmannaeyjum þar sem alltaf er frábært veður. Svo mótið í ár verður snilld. Og að sjálfsögðu mun ég taka Sigga Bjarna í bakaríið eins og venjulega,“ segir Hermann á léttum nótum og vísar þar í Sigurð Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Hefð er fyrir því að keppendur á golfmótinu mæti í litskrúðugum búningum og því liggur beinast við að spyrja Hermann í hvernig klæðum hann verði í ár. „Það má aldrei gefa upp búninginn fyrirfram, þá er ekkert gaman að þessu. Nú er ég í skemmtilegum búningi alla daga enda að vinna sem iðnaðarmaður við að byggja hótel. Spurningin er bara, hver mun taka sig best út í sínum búningi þetta árið? Siggi Bjarna hefur hingað til verið í ljótasta búningnum.“
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira