Lífið

Útihátíð í bakgarðinum í sumar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Böðvar Reynisson, skemmtanastjóri Hressingarskálans, boðar bjarta tíma í miðbæ Reykjavíkur.
Böðvar Reynisson, skemmtanastjóri Hressingarskálans, boðar bjarta tíma í miðbæ Reykjavíkur. vísir/valli
„Nú þarf fólk ekkert að fara á festivöl erlendis eða útihátíðir hérlendis því þetta á sér allt stað í miðborg Reykjavíkur,“ Böðvar Reynisson, betur þekktur sem Böddi Dalton, skipuleggur nú stærðarinnar útihátíð í tónleikagarði Hressingarskálans í Austurstræti.

Um er að ræða tónleikahátíð sem fram fer fyrsta föstudag hvers mánaðar í sumar. „Það verða bestu og flottustu bönd landsins sem skemmta hjá okkur og verður í engu sparað í umgjörð og umfangi,“ bætir Böddi við.

Hann er að landa stórum samningum sem ekki er við hæfi að ræða opinberlega að svo stöddu. „Við erum með margt í gangi sem ekki má ræða á þessum tímapunkti en ég hef hins vegar samið við veðurguðina um að það verði blíðviðri þessa föstudaga sem hátíðahöldin fara fram.“ Hann bætir þó við að vatns- og rokheldustu tjöld sem fyrirfinnast á jörðinni verði reiðubúin ef í harðbakkann slær.

Í kvöld koma fram sveitirnar Ultra mega technobandið Stefán og Úlfur Úlfur. „Við verðum með Carlsberg léttöl, þú veist hvað ég á við, til sölu á einungis hundrað krónur, sem hefur ekki gerst síðan árið 1989, þegar öldin var jú önnur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.