Lífið

"Makeup junkie" opnar netverslun

Marín Manda skrifar
Heiðdís Austfjörð eigandi Haustfjord.is
Heiðdís Austfjörð eigandi Haustfjord.is
„Ég er algjörlega forfallinn „makeup junkie“ og er því mjög heppin að fá að vinna við mitt áhugamál og fá að vera í góðum samskiptum við viðskiptavini mína í gegnum netið,“ segir Heiðdís Austfjörð eigandi netverslunarinnar Haustfjord.is, sem var opnuð fyrir skömmu.

Verslunin selur breskar förðunarvörur í öllum regnbogans litum á viðráðanlegu verði og sendir vörur frítt um land allt frá Akureyri. Heiðdís er sminka hjá Leikfélagi Akureyrar en er einnig að klára hárgreiðslusamning sinn nú á næstunni. Hún lærði förðun úti í London í Delamar Academy þar sem hún segist hafa fengið innsýn í öll horn förðunar og förðunarvara. Í Bretlandi kynntist hún Sleek Makeup-vörunum og kolféll fyrir þeim.

„Þessar vörur hafa verið á markaðnum síðan árið 1989 og ég var vön að panta mér eitthvað nýtt frá þeim að utan í hverjum mánuði. Mig langaði að bjóða öðrum konum að eignast þessar snyrtivörur sem eru ódýrar en þó mjög góðar. Lengi hafði mig langað að opna verslun en sökum anna hafði ég ekki látið verða að því,“ segir hún.

Bróðir Heiðdísar stakk upp á netversluninni en þannig gæti hún sinnt öðrum verkefnum með. „Ég fór að pæla í þessu í febrúar en opnaði verslunina í apríl og þetta rúllaði fljótt af stað. Litadýrðin er mikil en oft þora konur ekki að kaupa sér mikið af þannig vörum séu þær mjög dýrar. Nú geta þær hins vegar safnað sér vörum án þess að fara á hausinn.“

Litadýrðin er ríkjandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.