Lífið

Gylfi í Retro hvílir trommukjuðana um stund

Gylfi Freeland Sigurðsson
Gylfi Freeland Sigurðsson MYND/Úr einkasafni
„Tónlistarferillinn er nú ekki á enda,“ segir Gylfi Freeland Sigurðsson, trommuleikari Retro Stefson, en hann heldur sína fyrstu einkasýningu um helgina. Sýningin verður opnuð klukkan fimm í dag á Kaffistofunni á Hverfisgötu 42.

Á sýningunni, sem ber heitið Allt er gott þó ekkert sé, verða bæði teikningar og textaverk eftir Gylfa.

„Ég hef verið að vinna með fjölbreytta hluti sem tengjast teikningu og tungumáli. Það glittir mögulega í merkjakerfi í verkunum þar sem rannsökuð eru mörk pennans og blaðsins,“ útskýrir Gylfi, sem segir húmor í sýningunni.

„Merkingu hluta er aðeins snúið á hvolf og hugarheimur minn yfirtekur galleríið,“ bætir hann við, léttur í bragði. Öll verkin eiga það sameiginlegt að vera unnin á þessu ári.

Gylfi Freeland lauk öðru ári í myndlistardeild Listaháskóla Íslands í ár.

Sýningin verður opin helgina 7. og 8. júní frá kl. 15.00-19.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.