Lífið

Ys og þys í Brúðubílnum

Lilli api og vinir hans í Brúðubílnum ætla að skemmta sér og landsmönnum í sumar.
Lilli api og vinir hans í Brúðubílnum ætla að skemmta sér og landsmönnum í sumar. mynd/hálfdán Gunnarsson
Brúðubíll allra landsmanna frumsýnir júníleikrit sitt í Hallargarðinum í dag klukkan 14.00, en það ber nafnið Ys og þys í Brúðubílnum.

Sýningar eru tvisvar á dag í júní og júlí, klukkan 10.00 og 14.00.

Handrit og brúður eru eftir Helgu Steffensen sem er að byrja sitt 34. ár sem stjórnandi leikhúss Brúðubílsins. Hörður Bent Víðisson sér um brúðustjórnun ásamt Helgu og Sigurbjartur Sturla Atlason er bílstjóri og tæknimaður.

Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir. Hljóðmynd er eftir Vilhjálm Guðjónsson og nokkrir af okkar frábæru leikurum ljá brúðunum raddir sínar. Brúðurnar láta ekki sitt eftir liggja. Bæði nýjar og eldri brúður koma fram í sumar. Elsta brúðan er Lilli, litli appelsínuguli apinn,sem eldist ekki, gegnum árin er hann alltaf fimm ára.

Inn í dagskra leikhússins rúmast bæði skemmtun og fræðsla. Sögur, gamlar og nýjar, leikrit, dans og söngur. Sýningarnar eru ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Brúðubílsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.