Lífið

Framleiða þýskan raunveruleikaþátt

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Palina Rojinski stýrir þýska raunveruleikaþættinum sem New Age Icelandic Films sér um framleiðslu á.
Palina Rojinski stýrir þýska raunveruleikaþættinum sem New Age Icelandic Films sér um framleiðslu á. nordicphotos/getty
„Við sjáum um framleiðsluna hér heima ásamt vinkonu okkar, Dóru Lenu Christians því það eru sumir hlutir sem ekki er hægt að sinna frá öðru landi. Þegar tökuliðið og erlendu framleiðendurnir koma til landsins þá verðum við með þeim á setti og fylgjum þeim þar til þau fara aftur út,“ segir Unnsteinn Garðarsson, einn af stofnendum íslenska framleiðslufyrirtækisins New Age Icelandic Films en fyrirtækið sér um framleiðslu þýskra raunveruleikaþátta sem bera nafnið Offline.

Ásamt Unnsteini eiga þeir Ásþór Aron Þorgrímsson og Gunnar Gunnarsson einnig hlut í fyrirtækinu.

Stjórnandi þáttarins er Palina Rojinski en hún er þekkt í heimalandi sínu. „Hún er þekkt í Þýskalandi sem leikkona, DJ, bloggari og partídrottning eins og henni er lýst,“ bætir Unnsteinn við.

Unnsteinn Garðarsson.mynd/Marinó Flóvent
Hann segist lítið mega tjá sig um þáttinn að svo stöddu. „Þetta er fyrsta serían af þessum þýska raunveruleikaþætti, það er það eina sem við getum sagt í bili. Tökur fara fram hér á landi um miðjan júnímánuð.“

Þeir félagar eru einnig með tækjaleigu með búnaði sem ætlaður er til framleiðslu kvikmynda.

„Við erum búnir að vera í því að koma tækjaleigunni okkar, Indie Rental í gang undanfarið. Við fjárfestum í tækjabúnaði sem er hugsaður meira fyrir verkefni með minna fjármagn þar sem mikill niðurskurður er til kvikmyndageirans hérlendis. Með því að taka þetta þýska verkefni að okkur getum við fjárfest í auknum búnaði,“ útskýrir Unnsteinn.

Fyrir skömmu vann fyrirtækið tónlistarmyndband fyrir íslensku hljómsveitina Benny Crespo's gang og tóku þeir félagar einnig upp og klipptu styrktartónleika Amnesty.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.