Lífið

Til heiðurs meistarapíanista

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Reynir Sigurðsson tónlistarmaður skipuleggur tónleika til heiðurs Guðmundi Ingólfssyni.
Reynir Sigurðsson tónlistarmaður skipuleggur tónleika til heiðurs Guðmundi Ingólfssyni. vísir/vilhelm
„Við Guðmundur vorum góðir vinir og vorum jafnaldrar, við ætlum að heiðra minningu þessa mikla snillings í kvöld,“ segir Reynir Sigurðsson tónlistarmaður og einn skipuleggjenda tónleikanna undir yfirskriftinni Guðmundarvaka Ingólfssonar.

Tónleikarnir eru til heiðurs Guðmundi Ingólfssyni, meistarapíanista, sem hefði orðið 75 ára í dag, en hann lést þann 12. ágúst 1991.

„Guðmundur átti glæstan feril og förum við yfir hann. Við ætlum að flytja svítu í sjö þáttum sem nefnist Guðmundarvaka, sem Gunnar Reynir Sveinsson samdi í minningu um Guðmund,“ bætir Reynir við.

Guðmundarvöku flytja Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari, Ólafur Jónsson tenórsaxisti, Haukur Gröndal altósaxisti, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Pétur Grétarsson trommari og Ragnheiður Gröndal söngkona.

Eftir hlé verða ýmis lög eftir Guðmund á dagskrá, Blús fyrir Birnu og RóskIngó, þjóðlög og djassstandardar.

Reynir Sigurðsson mun þá meðal annars leika á harmonikku Guðmundar og helsti vopnabróðir Guðmundar í djassinum, Guðmundur Steingrímsson, mun slá bongótrommur.

Tónleikarnir verða á Café Rosenberg og hefjast kl. 21.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.