Lífið

Vogue myndar á Íslandi

Hér er Ísak Freyr baksviðs ásamt vini á tískusýningu Hildar Yeoman fyrr í vor þar sem hann sá um förðunina.
Hér er Ísak Freyr baksviðs ásamt vini á tískusýningu Hildar Yeoman fyrr í vor þar sem hann sá um förðunina.
Þessa dagana er tökulið frá tískutímaritinu Vogue statt hér á landi í þeim tilgangi að skjóta tískuþátt fyrir indverska útgáfu blaðsins.

Tökuliðið fékk íslenskt fagfólk í lið með sér en þar ber helst að nefna Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara, Theodóru Mjöll Skúladóttur hárgreiðslukonu og Ísak Frey förðunarfræðing en sá síðastnefndi hefur verið að gera það gott í faginu á Bretlandi.

Líklega verður hægt að sjá afrakstur tökunnar í Vogue India með haustinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.