Saga Sig myndaði fyrir Leica Kristjana Arnarsdóttir skrifar 5. júní 2014 10:00 Leica gaf öllum ljósmyndurum sem tóku þátt í verkefninu Leica M-myndavél að gjöf með áletruðu nafni hvers og eins. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert sem ljósmyndari og ég var hálfpartinn með tárin í augunum allan tímann, mér fannst þetta svo mikill heiður,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir en hún var einn tíu ljósmyndara sem fengu boð um að taka þátt í samsýningu á vegum hins virta ljósmyndafyrirtækis Leica. Fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og opnaði af því tilefni nýjar höfuðstöðvar í Wetzlar í Þýskalandi í síðustu viku. „Leica hafði samband við mig síðasta haust og bauð mér að vera partur af sýningu sem kölluð er 10 x 10 en þar voru tíu ljósmyndarar fengnir til þess að starfa með tíu Leica-meisturum. Ég starfaði til dæmis með Jeanloup Sieff en hann er franskur tísku-, landslags- og portrettljósmyndari sem starfaði mikið á sjöunda áratugnum í París. Myndatakan mín átti því að tengjast honum,“ segir Saga, en hún fékk íslensku fyrirsæturnar Tinnu Bergsdóttir, Ingu Eiríksdóttur og Sif Ágústsdóttur til liðs við sig.Frá sýningunni.„Það sem við Jeanloup eigum sameiginlegt er að við förum bæði óhefðbundnar leiðir í myndbyggingu. Hann notaði oft gleiðar linsur og myndir inn í mynd, lék sér með samspil ljóss og skugga og vann einnig mikið með landslagið. Ég náði að sameina alla þessa þætti og notaði bæði íslenska náttúru, meðal annars frá Þingvöllum og Þórshöfn, og svo stúdíómyndir af fyrirsætunum.“ Saga segir að mörg þúsund manns hafi sótt opnunarhátíðina en hún stóð yfir í þrjá daga. „Leica er virtasta fyrirtæki í heimi í þessum bransa og fyrir mig að fá að sýna þarna með heimsþekktum ljósmyndurum er þvílíkur heiður og á eftir að opna enn fleiri dyr fyrir mér sem ljósmyndari,“ segir Saga. Allir ljósmyndararnir sem tóku þátt í verkefninu fengu Leica M-myndavél að gjöf með áletruðu nafni hvers og eins. Saga er nú í sumarfríi á Íslandi en er annars á kafi í verkefnum. „Ég var að skjóta herferð fyrir Smáralind og er að undirbúa samsýningu í Foam Gallery í Amsterdam nú í sumar. Svo er stefnan að halda sýningu á myndunum mínum hér á Íslandi í haust.“ Leitz-Park Opening Festival from Leica Camera on Vimeo. Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert sem ljósmyndari og ég var hálfpartinn með tárin í augunum allan tímann, mér fannst þetta svo mikill heiður,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir en hún var einn tíu ljósmyndara sem fengu boð um að taka þátt í samsýningu á vegum hins virta ljósmyndafyrirtækis Leica. Fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og opnaði af því tilefni nýjar höfuðstöðvar í Wetzlar í Þýskalandi í síðustu viku. „Leica hafði samband við mig síðasta haust og bauð mér að vera partur af sýningu sem kölluð er 10 x 10 en þar voru tíu ljósmyndarar fengnir til þess að starfa með tíu Leica-meisturum. Ég starfaði til dæmis með Jeanloup Sieff en hann er franskur tísku-, landslags- og portrettljósmyndari sem starfaði mikið á sjöunda áratugnum í París. Myndatakan mín átti því að tengjast honum,“ segir Saga, en hún fékk íslensku fyrirsæturnar Tinnu Bergsdóttir, Ingu Eiríksdóttur og Sif Ágústsdóttur til liðs við sig.Frá sýningunni.„Það sem við Jeanloup eigum sameiginlegt er að við förum bæði óhefðbundnar leiðir í myndbyggingu. Hann notaði oft gleiðar linsur og myndir inn í mynd, lék sér með samspil ljóss og skugga og vann einnig mikið með landslagið. Ég náði að sameina alla þessa þætti og notaði bæði íslenska náttúru, meðal annars frá Þingvöllum og Þórshöfn, og svo stúdíómyndir af fyrirsætunum.“ Saga segir að mörg þúsund manns hafi sótt opnunarhátíðina en hún stóð yfir í þrjá daga. „Leica er virtasta fyrirtæki í heimi í þessum bransa og fyrir mig að fá að sýna þarna með heimsþekktum ljósmyndurum er þvílíkur heiður og á eftir að opna enn fleiri dyr fyrir mér sem ljósmyndari,“ segir Saga. Allir ljósmyndararnir sem tóku þátt í verkefninu fengu Leica M-myndavél að gjöf með áletruðu nafni hvers og eins. Saga er nú í sumarfríi á Íslandi en er annars á kafi í verkefnum. „Ég var að skjóta herferð fyrir Smáralind og er að undirbúa samsýningu í Foam Gallery í Amsterdam nú í sumar. Svo er stefnan að halda sýningu á myndunum mínum hér á Íslandi í haust.“ Leitz-Park Opening Festival from Leica Camera on Vimeo.
Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira