Lífið

Ný uppfærsla af Instagram

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Uppfærsla á forritinu Instagram, Instagram 6.0, var kynnt til sögunnar í vikunni. Í uppfærslunni býður Instagram upp á níu nýjar myndabrellur þar sem notendur geta lagfært myndir sínar og fegrað á hátt sem ekki hefur sést áður í forritinu.

Þá geta notendur einnig stillt birtustig, mettun, skugga, hlýleika og fleira á myndum. Þá hefur Instagram einnig auðveldað myndbandaupptöku og -deilingu.

Helstu nýjungar:

Vignette: dekkir brúnir myndarinnar

Birta: lýsir eða dekkir myndina

Hlýleiki: litum breytt í hlýja appelsínugula tóna eða svalari bláa tóna

Skuggar: birta myndarinnar er stillt samkvæmt dökku svæðum myndarinnar

Með þessum nýjungum virðast forsvarsmenn Instagram vera að reyna að halda notendum sínum inni í forritinu í staðinn fyrir að taka myndir þar og breyta þeim í öðrum forritum á markaðinum.

Staðreyndir um Instagram:



* Forritið var hannað af Kevin Systrom og Mike Krieger og kom fyrst á markað í október árið 2010

* Í desember árið 2010 voru notendur milljón talsins

* Frá og með 9. september í fyrra voru notendur rúmlega 150 milljónir

* Instagram komst á lista Time í fyrra yfir fimmtíu bestu forritin fyrir Android-síma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.