Lífið

Anna Mjöll umkringd stjörnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Anna Mjöll naut góðrar tónlistar á staðnum Vibrato í Los Angeles á sunnudagskvöldið með móður sinni, Svanhildi Jakobsdóttur.

Staðurinn er þekktur fyrir að bjóða reglulega upp á háklassadjasstónleika og hefur Anna Mjöll sjálf margoft troðið þar upp.

Þær mæðgur fengu óvæntan glaðning á sunnudagskvöldið, sem og aðrir gestir, þegar leikkonan Charlize Theron vatt sér upp á svið og tók lagið með grínistanum Seth MacFarlane. Ekki nóg með það því kærasti Charlize, stórleikarinn Sean Penn, var gestur í salnum sem og Kiss-rokkarinn Gene Simmons.

Þetta þótti mæðgunum ekki leiðinlegt og skrifaði Anna Mjöll á Facebook-síðu sína að þetta hefði verið afar skemmtilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.