Lífið

Megrunarleyndarmál stjarnanna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stjörnurnar í Hollywood gera ýmislegt til að halda línunum í lagi.

Frosin vínber

Leikkonan Jennifer Aniston elskar frosna ávexti, þá sérstaklega vínber, þegar hana þyrstir í eitthvað sætt. „Ég elska rauð vínber – þau eru ljúffeng,“ segir leikkonan í viðtali við Women‘s Health.

Óð í djús

Leikkonan Jessica Alba byrjar alla daga á djúsi sem hún gerir úr káli, spínati og eplum.

Grænmetisæta

Leikkonan Jenna Dewan Tatum hefur verið grænmetisæta síðan hún var þrettán ára. Þegar hún vill losa sig við aukakíló fær hún sér djús úr káli, spínati og perum og hafragraut með chia-fræjum á morgnana.

Vegan í einn dag

Söngkonan Beyoncé léttist um tæp þrjátíu kíló á skömmum tíma eftir að hún eignaðist dóttur sína Blue Ivy. Til að hjálpa henni í baráttunni við aukakílóin borðaði hún nóg af grænmeti og borðaði eina vegan-máltíð á dag.

Magurt kjöt

Leikkonan Sandra Bullock borðar aldrei feitt kjöt heldur velur frekar magurt. Þegar hún vill fá sér eitthvað sætt fær hún sér skál af Lucky Charms-morgunkorninu einu sinni í viku.

Engar freistingar

Söng- og leikkonan Jennifer Hudson geymir engan freistandi mat á heimili, eins og bananabúðing sem er í uppáhaldi hjá henni. Hún á hins vegar alltaf nóg af kjúklingi og eggjahvítum.

Atkins er málið

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian eignaðist dótturina North West í júní í fyrra og kom sér í form aftur með því að borða eftir Atkins-kúrnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.