Rómans með Runólfi Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2014 11:30 Guðbjörg Gissurardóttir segir Runólf ótrúlega rómantískan og sætan ferðafélaga. Bíllinn var fluttur til landsins af arkitekt og skipasmið sem sérhannaði í hann haganlegar innréttingar. mynd/gva Ertu ævintýragjarn og hefur gaman af óvæntum uppákomum? Þá gefst tækifæri til að ferðast í 37 ára gömlum húsbíl um sérvalda staði Íslands. „Það leið ekki nema mínúta frá því ég sá Runólf fyrst þar til að ég hafði fest kaup á honum; þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, fagurkeri, náttúruunnandi og ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar. Guðbjörg er að tala um Runólf; rauðbirkinn, 37 ára gamlan Frakka af tegundinni Renault Estafette, árgerð 1977. Ástmöginn ætlar hún að lána tveimur heppnum ferðalöngum í fyrstu HandPicked-ferðina um Ísland. „HandPicked Iceland varð til þegar ég lenti í því æ ofan í æ að finna ekki annað en hamborgara- og pitsustaði á ferðalagi mínu um landið. Þá áttaði ég mig á að ferðamenn bráðvantaði leiðarvísi um úrvalið af því besta sem Ísland geymir og gaf út fyrsta HandPicked-bæklinginn sem enn er sá eini sinnar tegundar um leyndar gersemar Íslands.“ Fyrsti HandPicked-bæklingur Guðbjargar hét Eat, síðan kom Sleep, næst Shop & Play og nú Kids & Culture fyrir krakka og menningu. Sjálf fer Guðbjörg um land allt til að sannreyna HandPicked-staðina og tryggja að allt sé í lagi. „Þetta er afar persónulegt verkefni og ég handtíni staði sem ég mundi sérvelja handa mínum bestu vinum til að upplifa og njóta. HandPicked Iceland er gæðastimpill og með HandPicked-kort við höndina er eins og að ferðast um sveitir lands með góðum vini sem gjörþekkir landsins yndislegustu ævintýri sem maður annars færi sennilega á mis við.“ Óvissuferð með Runólfi Dagana 1. til 8. júlí verður farið í fyrstu HandPicked-óvissuferðina. Umsóknir eru öllum opnar og umsóknarfrestur til laugardagsins 7. júní. „Við leitum að pari, vinum, elskendum eða hverjum þeim sem langar að upplifa „slow travel“-ferðamennsku og njóta ósvikinna ævintýra með Runólfi. Runólfur er í Fornbílaklúbbnum og fer ekki hraðar en 70 kílómetra á klukkustund. Því fer maður hægt um íslenskt landslag og nýtur útsýnis á hæfilegum hraða.“ Þeir sem verða fyrir valinu leggja af stað frá Reykjavík þriðjudaginn 1. júlí með átta umslög í farteskinu og halda þaðan út í buskann. „Í farangrinum verður eitt umslag fyrir hvern dag með fyrirmælum um hvar á að stoppa, borða, versla, gista, njóta og upplifa ótal áhugaverða og skemmtilega hluti á HandPicked-kortinu. Innifalið er bensín á bílinn, sjö nátta gisting í Runólfi og á hótelum, tvær til þrjár máltíðir á dag hjá sérvöldum HandPicked-vinum, fjölbreyttar ferðaupplifanir og óvæntar uppákomur sem ekki má segja frá. Í staðinn þurfa ferðalangarnir að taka með sér góða skapið og deila upplifun sinni með texta og myndum í gegnum bloggið okkar og samfélagsmiðlana.“ Ævintýraþyrstir geta sent stutt bréf á ensku um sjálfa sig og ferðafélagann á netfangið gg@ibn.is ásamt myndum af báðum. Tilkynnt verður um þá heppnu á Facebook. Sjá handpickediceland.is. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Ertu ævintýragjarn og hefur gaman af óvæntum uppákomum? Þá gefst tækifæri til að ferðast í 37 ára gömlum húsbíl um sérvalda staði Íslands. „Það leið ekki nema mínúta frá því ég sá Runólf fyrst þar til að ég hafði fest kaup á honum; þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, fagurkeri, náttúruunnandi og ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar. Guðbjörg er að tala um Runólf; rauðbirkinn, 37 ára gamlan Frakka af tegundinni Renault Estafette, árgerð 1977. Ástmöginn ætlar hún að lána tveimur heppnum ferðalöngum í fyrstu HandPicked-ferðina um Ísland. „HandPicked Iceland varð til þegar ég lenti í því æ ofan í æ að finna ekki annað en hamborgara- og pitsustaði á ferðalagi mínu um landið. Þá áttaði ég mig á að ferðamenn bráðvantaði leiðarvísi um úrvalið af því besta sem Ísland geymir og gaf út fyrsta HandPicked-bæklinginn sem enn er sá eini sinnar tegundar um leyndar gersemar Íslands.“ Fyrsti HandPicked-bæklingur Guðbjargar hét Eat, síðan kom Sleep, næst Shop & Play og nú Kids & Culture fyrir krakka og menningu. Sjálf fer Guðbjörg um land allt til að sannreyna HandPicked-staðina og tryggja að allt sé í lagi. „Þetta er afar persónulegt verkefni og ég handtíni staði sem ég mundi sérvelja handa mínum bestu vinum til að upplifa og njóta. HandPicked Iceland er gæðastimpill og með HandPicked-kort við höndina er eins og að ferðast um sveitir lands með góðum vini sem gjörþekkir landsins yndislegustu ævintýri sem maður annars færi sennilega á mis við.“ Óvissuferð með Runólfi Dagana 1. til 8. júlí verður farið í fyrstu HandPicked-óvissuferðina. Umsóknir eru öllum opnar og umsóknarfrestur til laugardagsins 7. júní. „Við leitum að pari, vinum, elskendum eða hverjum þeim sem langar að upplifa „slow travel“-ferðamennsku og njóta ósvikinna ævintýra með Runólfi. Runólfur er í Fornbílaklúbbnum og fer ekki hraðar en 70 kílómetra á klukkustund. Því fer maður hægt um íslenskt landslag og nýtur útsýnis á hæfilegum hraða.“ Þeir sem verða fyrir valinu leggja af stað frá Reykjavík þriðjudaginn 1. júlí með átta umslög í farteskinu og halda þaðan út í buskann. „Í farangrinum verður eitt umslag fyrir hvern dag með fyrirmælum um hvar á að stoppa, borða, versla, gista, njóta og upplifa ótal áhugaverða og skemmtilega hluti á HandPicked-kortinu. Innifalið er bensín á bílinn, sjö nátta gisting í Runólfi og á hótelum, tvær til þrjár máltíðir á dag hjá sérvöldum HandPicked-vinum, fjölbreyttar ferðaupplifanir og óvæntar uppákomur sem ekki má segja frá. Í staðinn þurfa ferðalangarnir að taka með sér góða skapið og deila upplifun sinni með texta og myndum í gegnum bloggið okkar og samfélagsmiðlana.“ Ævintýraþyrstir geta sent stutt bréf á ensku um sjálfa sig og ferðafélagann á netfangið gg@ibn.is ásamt myndum af báðum. Tilkynnt verður um þá heppnu á Facebook. Sjá handpickediceland.is.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira