Lífið

Meira Meat Loaf í Hörpu

Friðrik Ómar og félagar flytja Bat out of hell í Eldborginni á nýjan leik.
Friðrik Ómar og félagar flytja Bat out of hell í Eldborginni á nýjan leik.
Tónleikasýningin Bat out of hell var sýnd tvívegis fyrir fullri Eldborg 17. maí síðastliðinn, en þar var þessi mest selda erlenda plata á Íslandi flutt í heild sinni ásamt stórsmellum Jims Steinman, sem samdi nær allt fyrir Meatloaf og fleiri stórstjörnur eins og Bonnie Tyler og Celine Dion.

Gestir risu ítrekað úr sætum sínum eftir hvern flutninginn á fætur öðrum. Vegna mikillar eftirspurnar verður sýningin tekin upp og sýnd föstudaginn 27. júní í Eldborg.

Söngvarar í sýningunni eru Matthías Matthíasson, Eiríkur Hauksson, Heiða Ólafsdóttir, Dagur Sigurðsson, Stefanía Svavarsdóttir, Erna Hrönn, Friðrik Ómar og Stefán Jakobsson. Þau koma fram ásamt stórskotaliði tónlistarmanna og dansara.

Miðasala hefst á midi.is, fimmtudaginn 5. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.