Lífið

Vill taka þátt í vínylvakningunni

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Helgi Valur segir að söfnunin hafi gengið vonum framar og er vongóður um að honum takist að fjármagna plötuna á Karolinafund.
fréttablaðið/Stefán
Helgi Valur segir að söfnunin hafi gengið vonum framar og er vongóður um að honum takist að fjármagna plötuna á Karolinafund. fréttablaðið/Stefán
„Mig langar endilega að taka þátt í þessari vínylvakningu sem hefur átt sér stað undanfarin ár,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Valur Ásgeirsson sem leggur um þessar mundir lokahönd á þriðju plötu sína. Helga Val hefur lengi dreymt um að gefa efnið sitt út á vínyl og því setti hann af stað söfnun inni á Karolinafund í von um að láta drauminn rætast.

„Ég er mjög bjartsýnn á að þetta takist hjá mér. Stór hluti af barnæsku minni er minningar um vínylinn og ég átti um 100 plötur. Þessar plötur hafa lengi fylgt mér og ég vildi endilega gefa út á vínyl,“ segir Helgi Valur. Söfnuninni lýkur á miðvikudagskvöldið.

Sama kvöld heldur Helgi tónleika á skemmtistaðnum Húrra en þar ætlar hann að þakka þeim sem stutt hafa við hann í átakinu en þetta eru jafnframt fyrstu tónleikar Helga í þrjú ár. Hljómsveitin Low Roar og DJ Einar Sonic koma fram á tónleikunum ásamt Helga sjálfum en hann stígur á svið kl. 21.

Helgi ætlar að spila ný lög af plötunni í bland við nokkur gömul en einnig mun hann taka nokkur rapplög fyrir gesti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.