Hvernig er hljómur silkis? 31. maí 2014 09:30 Listamennirnir kynntust í París, en halda nú samsýningu í Listasafni ASÍ í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. MYND/Brian FitzGibbon Elín Edda Árnadóttir og Sverrir Guðjónsson vinna með hjónunum Koho Nori-Newton og Lauren Newton á sýningu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Sýningin heitir IMA NOW og er samstarfsverkefni hjónanna tvennra. „Samstarfið hófst þannig að ég var að vinna verkefni í París og fékk þar vinnustofu til afnota í nokkrar vikur. Það vildi svo skemmtilega til að þessi japanski listamaður, Koho Nori-Newton, var með vinnustofu á sama svæði og við kynntumst þar. Svo kemur í ljós að eiginkona hans, Lauren Newton, er raddlistamaður og vinnur með röddina sem spunahljóðfæri. Við náðum öll rosalega góðri tengingu, líka eiginkona mín, Elín Edda Árnadóttir. Þannig varð sýningin til,“ segir Sverrir Guðjónsson. Sýningin opnar í dag klukkan fjögur í Listasafni ASÍ. „Koho vinnur mikið með silkiinnsetningar - stundum klæðir hann heilu veggina, sem hann hefur unnið, litað og jafnvel málað á. Það verður veggur eftir hann í Gryfjunni þar sem við vinnum einnig hljóðverk sem við höfum hugsað út frá silkinu. Hvernig er hljómur silkis?“ spyr Sverrir, léttur í bragði. Í arinstofu safnsins er Sverrir svo með vídjóinnsetningu sem hann hefur unnið í langan tíma. „Þar er ég að vinna með rödd í vatni. Verkefnið er samstarf mitt og Brian FitzGibbon. Verkið heitir Andi, sem hefur víðtæka merkingu í íslensku tungumáli.“ Listamennirnir fjórir sameinast svo í stóra salnum með hljóðverk og myndverk, og uppi á þaksvölum safnsins verður fljúgandi silki. „Síðan verðum við bara með einn lifandi raddgjörning sem við flytjum, við Lauren, fljótlega eftir fjögur þegar sýningin opnar.“ Eftir það stendur sýningin í einn mánuð, eða til 29. júní næstkomandi. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Elín Edda Árnadóttir og Sverrir Guðjónsson vinna með hjónunum Koho Nori-Newton og Lauren Newton á sýningu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Sýningin heitir IMA NOW og er samstarfsverkefni hjónanna tvennra. „Samstarfið hófst þannig að ég var að vinna verkefni í París og fékk þar vinnustofu til afnota í nokkrar vikur. Það vildi svo skemmtilega til að þessi japanski listamaður, Koho Nori-Newton, var með vinnustofu á sama svæði og við kynntumst þar. Svo kemur í ljós að eiginkona hans, Lauren Newton, er raddlistamaður og vinnur með röddina sem spunahljóðfæri. Við náðum öll rosalega góðri tengingu, líka eiginkona mín, Elín Edda Árnadóttir. Þannig varð sýningin til,“ segir Sverrir Guðjónsson. Sýningin opnar í dag klukkan fjögur í Listasafni ASÍ. „Koho vinnur mikið með silkiinnsetningar - stundum klæðir hann heilu veggina, sem hann hefur unnið, litað og jafnvel málað á. Það verður veggur eftir hann í Gryfjunni þar sem við vinnum einnig hljóðverk sem við höfum hugsað út frá silkinu. Hvernig er hljómur silkis?“ spyr Sverrir, léttur í bragði. Í arinstofu safnsins er Sverrir svo með vídjóinnsetningu sem hann hefur unnið í langan tíma. „Þar er ég að vinna með rödd í vatni. Verkefnið er samstarf mitt og Brian FitzGibbon. Verkið heitir Andi, sem hefur víðtæka merkingu í íslensku tungumáli.“ Listamennirnir fjórir sameinast svo í stóra salnum með hljóðverk og myndverk, og uppi á þaksvölum safnsins verður fljúgandi silki. „Síðan verðum við bara með einn lifandi raddgjörning sem við flytjum, við Lauren, fljótlega eftir fjögur þegar sýningin opnar.“ Eftir það stendur sýningin í einn mánuð, eða til 29. júní næstkomandi.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira