Lífið

Fiskisúpudagur í miðborginni

Um að gera að rölta niður í bæ í dag þar sem mikið er um að vera.
Um að gera að rölta niður í bæ í dag þar sem mikið er um að vera. Vísir/HAG
Hinn árlegi fiskisúpudagur fer fram á Laugaveginum í dag en þar bjóða valdar verslanir og veitingamenn í miðbænum upp á ljúffengar fiskisúpur fyrir gesti og gangandi. Dagurinn tengist Hátíð hafsins og verður byrjað að ausa í skálar kl. 13.30. 

Verslunin Kjólar og konfekt tekur þátt í fjörinu en þar ætlar eigandi verslunarinnar, Hermann, að töfra fram gómsæta fiskisúpu sem er bragðbætt með hvítu súkkulaði. Uppskrift að súpunni má sjá hér að neðan. 

Aðrir sem taka þátt í deginum eru verslunin Kokka, Gleraugnamiðstöðin og Íslenski barinn. Harmonikkuleikarar verða á vappi til að fullkomna stemninguna.

Gómsæt Skelfisksúpa með súkkulaði.
Skelfisksúpa með hvítu súkkulaði

2 l humarsoð

½ l rjómi

3 dl hvítvín

4 stk. hvítlauksgeirar

1 msk. tomatpúrre

6 saffranþræðir

1 tsk. dijonsinnep

1 tsk. karríduft

1 tsk. paprikuduft

100 g hvítt súkkulaði

½ stk. vanillustöng

½ kg skelfiskur að eigin vali

salt og pipar

Gott er að tína fallegar jurtir eins og skessujurt, graslauk, dill, kóríander eða það sem fólki dettur í hug að saxa og setja ofan á súpuna þegar hún er borin fram.

Aðferð: Soð og rjómi í pott. hvítlaukurinn saxaður út í og látið malla í klst. Allt krydd sett út í pottinn og látið malla í aðra klst. Smakkað til með salti, pipar og súkkulaði. Skelfiskurinn svitaður á pönnu og hvítvíni hellt yfir og soðið í 1 mín. þetta fer svo út í pottinn rétt áður en þetta er borið fram með þeyttum rjóma sem er pískaður saman við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.