Fyrsta vínylsafnplatan í 23 ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. maí 2014 13:00 Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Record Records, gefur út fyrstu íslensku safnplötuna á vínyl í 23 ár. mynd/ernir „Eftir að hafa ráðfært mig við aðra reynslubolta í bransanum, þá Eið Arnarsson og Jónatan Garðarsson, kom í ljós að þeir voru báðir nokkuð vissir um að síðasta íslenska safnplatan, sem kom út á vínyl, hafi verið Bandalög 4, sem kom út árið 1991. Þetta er því fyrsta íslenska safnplatan sem kemur út á vínyl í 23 ár,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Record Records, sem gaf á dögunum út plötuna This Is Icelandic Indie Music Vol. 2. Um er að ræða aðra skífuna í útgáfuröðinni This Is Icelandic Indie Music. Sú fyrsta kom út vorið 2013 og tróndi hún á topp tíu listanum yfir mestu seldu plötur á Íslandi í marga mánuði, enda hefur hún selst í fimm þúsund eintökum. „Ferðamennirnir eru óðir í þetta enda er þetta virkilega eigulegur pakki af íslenskri músík,“ bætir Haraldur við. Fyrirtækið hefur verið iðið við að gefa út plötur á vínyl undanfarin ár. „Það er aukin sala í vínyl, þannig að vínylútgáfan er alveg farin að svara kostnaði enda eigulegur gripur.“ Allir flytjendurnir á plötunni gefa út tónlist sína hjá Record Records og eru þeir þrettán talsins sem eiga lög á skífunni en hún er fáanleg á geisladisk, vínyl og á stafrænu formi. Áþreifanlegu eintökin verða eingöngu fáanleg á Íslandi og í gegnum heimasíðu Record Records. Á meðal flytjenda eru Mammút, Agent Fresco, Vök og Lay Low, svo nokkrir séu nefndir. Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Eftir að hafa ráðfært mig við aðra reynslubolta í bransanum, þá Eið Arnarsson og Jónatan Garðarsson, kom í ljós að þeir voru báðir nokkuð vissir um að síðasta íslenska safnplatan, sem kom út á vínyl, hafi verið Bandalög 4, sem kom út árið 1991. Þetta er því fyrsta íslenska safnplatan sem kemur út á vínyl í 23 ár,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Record Records, sem gaf á dögunum út plötuna This Is Icelandic Indie Music Vol. 2. Um er að ræða aðra skífuna í útgáfuröðinni This Is Icelandic Indie Music. Sú fyrsta kom út vorið 2013 og tróndi hún á topp tíu listanum yfir mestu seldu plötur á Íslandi í marga mánuði, enda hefur hún selst í fimm þúsund eintökum. „Ferðamennirnir eru óðir í þetta enda er þetta virkilega eigulegur pakki af íslenskri músík,“ bætir Haraldur við. Fyrirtækið hefur verið iðið við að gefa út plötur á vínyl undanfarin ár. „Það er aukin sala í vínyl, þannig að vínylútgáfan er alveg farin að svara kostnaði enda eigulegur gripur.“ Allir flytjendurnir á plötunni gefa út tónlist sína hjá Record Records og eru þeir þrettán talsins sem eiga lög á skífunni en hún er fáanleg á geisladisk, vínyl og á stafrænu formi. Áþreifanlegu eintökin verða eingöngu fáanleg á Íslandi og í gegnum heimasíðu Record Records. Á meðal flytjenda eru Mammút, Agent Fresco, Vök og Lay Low, svo nokkrir séu nefndir.
Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira