Lífið

Undraefnið kókosolía

Kókosolía er nauðsynleg inn á hvert heimili enda hægt að nota í ýmislegt nytsamlegt.
Kókosolía er nauðsynleg inn á hvert heimili enda hægt að nota í ýmislegt nytsamlegt.
Kókosolía er mjög ólík annarri fitu vegna þess að hún er nánast eingöngu gerð úr meðallöngum fitusýrum og brotnar þannig öðru vísi niður en fita sem samanstendur af lengri keðjum þrátt fyrir að innihalda mettaðar fitusýrur.

Kókosolía er frábær rakabomba, og góð til brúks bæði á líkamann og til að ná af farða sem augnhreinsir. Einnig er sniðugt að setja olíuna út í baðið hjá börnum sem eru með þurra húð. Olían er náttúrulega örverudrepandi, full af andoxunarefnum og róandi fyrir húðina.

Einnig hefur kókosolían góð áhrif á tannheilsuna. Hér er gömul aðferð sem nefnist „oil pulling“ úr ayurvedískum fræðum sem er sögð draga úr bakteríum í munni og gerir þær hvítari.

Aðferð:

- Settu ca. 2 tsk af lífrænni, kaldpressaðri virgin-kókosolíu í munninn og láttu bráðna.

- Veltu olíunni um í munninum í 20 mínútur því það er víst sá tími sem það tekur fyrir bakteríurnar að renna saman við olíuna í munninum. Flest eiturefni líkamans eru fituleysanleg og á þessum 20 mínútum verður olían hvít og þykk þegar hún blandast munnvatninu út af bakteríunum sem olían nær að krækja í.

- Spýttu svo olíunni í klósett eða ruslatunnu og ekki í vask því munnvatnið er nú fullt af einhverju sem þú vilt ekki setja þar. Og alls ekki gleypa.

- Hreinsaðu svo munninn vel með heitu vatni og burstaðu tennurnar vel.

Best er að gera þetta á morgnana áður en eitthvað er sett ofan í maga.

Heimildi: Heilsutorg.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.