Lífið

Svartur er aðalliturinn

Natalie Gunnarsdóttir er plötusnúður og segir fataskápinn sinn einkennast af svörtum flíkum þó að hún bryddi upp á litagleði við og við.
Natalie Gunnarsdóttir er plötusnúður og segir fataskápinn sinn einkennast af svörtum flíkum þó að hún bryddi upp á litagleði við og við. Vísir/Vilhelm
Plötusnúðurinn Natalie Gunnarsdóttir opnar fataskápinn.

„Minn stíll er mjög einfaldur. Svartir skór, svartar buxur, svartur bolur og svartur jakki. Ég geng yfirleitt í dökkum fötum en ég á þó mín litamóment. Ég kaupi föt sem eru úr góðum efnum og ég sækist eftir að þau séu líka þægileg og tímalaus. Það er samt alveg gaman og fyndið að fara í gegnum föt sem voru viðeigandi fyrir eitthvert ákveðið tímabil og hlæja smá í leiðinni.“

„Þessi hvíti Jakki er með þeim skemmtilegri og litríkari sem ég á. Hann er keyptur í Istanbúl þegar ég var þar á ferðalagi með vinum mínum. Við fundum búð þar sem öll fötin voru með glingri á og fannst okkur þetta mjög spennandi. Ég hélt ég væri að gera svakalega góð kaup þangað til ég sá visa reikningin minn... Var ekki alveg með gjaldeyris málin á hreinu. En þessi jakki kemur mér alltaf í gott skap þannig að ég er sátt.“
„Bolur sem ég keypti í Aftur búðinni á laugaveginum eftir hönnuðin Rakel Alegra. Alveg fáranlega þægilegur bolur með flóknum útfærslum sem gerir hann að þeirri flík sem hann er. Hann er í uppáhaldi.“
„Ég fann þessa slá á markaði í Berlin. Hún er rúmlega 50 ára gömul. Það var maður að selja málverk og svo þessa slá. Mér fannst hún svo mögnuð að ég varð að kaupa hana. Býð svo eftir einhverju dramatísku partí til að geta farið í henni.“
„Þessar buxur er líka keyptar í Aftur og eru eftir sama hönnuð Rakel Alegra. Þetta eru buxur með hanskaleðri saumað utan á. Kemur smá út eins og maður sé í háum stígvélum. Fer sátt inn í sumarið í þessum buxum.“
„Þessi Jakki er algerlega uppáhalds hjá mér. Ég keypti hann í Jör og er hannaður af Guðmundi Jörundsyni. Fullkomin í sniðinu og ég get farið allt í lífinu þegar ég komin í hann. Bið ekki um meir.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.