Verðlaunin mikil hvatning og gleðiefni Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2014 09:30 Sunna Gunnlaugsdóttir er ákaflega sátt við verðlaunin sem hún hlaut úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns. visir/stefán „Tilfinningin er stórkostleg og er mér afskaplega mikið gleðiefni. Verðlaunin eru jafnframt mikill heiður og hvatning fyrir mig,“ segir píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir sem hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara 2014. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og fór athöfnin fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar en verðlaunaféð nemur einni milljón króna. Sunna Gunnlaugsdóttir fæddist 11. maí 1970. Hún stundaði nám í Tónlistarskóla FÍH og í William Paterson College í Bandaríkjunum. Hún hefur gefið út fjölmarga hljómdiska, einn með útsetningum á íslenskum þjóðlögum og sjö með eigin tónsmíðum, þar af einn við íslensk ljóð. Sunna hefur komið fram í Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Evrópu og margoft verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. „Það er fjöldi verkefna fram undan hjá mér eins og tónleikaferðalag um Bandaríkin í sumar, og eiga verðlaunin eftir að koma til með að styðja mín verkefni vel,“ bætir Sunna við ákaflega sátt. Hún gaf út plötuna Distilled í fyrra en hefur í hyggju að hefjast handa við nýja plötu á næstunni. „Það gæti vel verið að það komi út ný plata eftir áramót. Ég er einnig að fara að vinna með hollenska bassaklarinettuleikaranum Maarten Ornstein að nýrri plötu.“ Á síðustu árum hefur Sunna lagt mesta áherslu á tríó sitt með þeim Þorgrími Jónssyni og Scott McLemore og hafa þau verið iðin við að koma fram erlendis. Tríóið hefur fengið frábærar móttökur víða um heim fyrir djasstónlist sem sögð er lýrísk og aðgengileg og talin sameina eldmóð bandaríska djassins og þokka hins evrópska. Tveir diskar tríósins, Long Pair Bond og Distilled, hafa hlotið mikið lof og verið valdir meðal bestu diska ársins á AllAboutJazz.com, Jazzwrap.com, Rhapsody.com og fleiri vefsíðum. Tríó Sunnu var Tónlistarhópur Reykjavíkur 2013 og einn af fulltrúum Íslands á hátíðinni Nordic Cool í Kennedy Center. Þau hafa komið fram á djasshátíðum víða um heim þar á meðal í Ósló, London, Bremen, Washington og Rochester. Fyrir utan tónleikahald víða um heim kennir hún einnig við tónlistarskóla Garðabæjar, Reykjanesbæjar og Mosfellsbæjar. Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Tilfinningin er stórkostleg og er mér afskaplega mikið gleðiefni. Verðlaunin eru jafnframt mikill heiður og hvatning fyrir mig,“ segir píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir sem hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara 2014. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og fór athöfnin fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar en verðlaunaféð nemur einni milljón króna. Sunna Gunnlaugsdóttir fæddist 11. maí 1970. Hún stundaði nám í Tónlistarskóla FÍH og í William Paterson College í Bandaríkjunum. Hún hefur gefið út fjölmarga hljómdiska, einn með útsetningum á íslenskum þjóðlögum og sjö með eigin tónsmíðum, þar af einn við íslensk ljóð. Sunna hefur komið fram í Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Evrópu og margoft verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. „Það er fjöldi verkefna fram undan hjá mér eins og tónleikaferðalag um Bandaríkin í sumar, og eiga verðlaunin eftir að koma til með að styðja mín verkefni vel,“ bætir Sunna við ákaflega sátt. Hún gaf út plötuna Distilled í fyrra en hefur í hyggju að hefjast handa við nýja plötu á næstunni. „Það gæti vel verið að það komi út ný plata eftir áramót. Ég er einnig að fara að vinna með hollenska bassaklarinettuleikaranum Maarten Ornstein að nýrri plötu.“ Á síðustu árum hefur Sunna lagt mesta áherslu á tríó sitt með þeim Þorgrími Jónssyni og Scott McLemore og hafa þau verið iðin við að koma fram erlendis. Tríóið hefur fengið frábærar móttökur víða um heim fyrir djasstónlist sem sögð er lýrísk og aðgengileg og talin sameina eldmóð bandaríska djassins og þokka hins evrópska. Tveir diskar tríósins, Long Pair Bond og Distilled, hafa hlotið mikið lof og verið valdir meðal bestu diska ársins á AllAboutJazz.com, Jazzwrap.com, Rhapsody.com og fleiri vefsíðum. Tríó Sunnu var Tónlistarhópur Reykjavíkur 2013 og einn af fulltrúum Íslands á hátíðinni Nordic Cool í Kennedy Center. Þau hafa komið fram á djasshátíðum víða um heim þar á meðal í Ósló, London, Bremen, Washington og Rochester. Fyrir utan tónleikahald víða um heim kennir hún einnig við tónlistarskóla Garðabæjar, Reykjanesbæjar og Mosfellsbæjar.
Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira