Gaman að sjá hvað fólk nýtur þess að dansa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 11:00 Helena elskar að syngja. Vísir/Auðunn Níelsson „Ég var tíu ára gömul þegar ég söng fyrst í útvarpi. Þá söng ég sæta, litla Bach-melódíu sem heitir Létt dansa litlir blómálfar sem var spiluð í barnatímanum í útvarpinu. Þarna er ég bara barn en samt var þetta músíkalskt og fínt,“ segir söngkonan Helena Eyjólfsdóttir. Hún fagnar sextíu ára söngafmæli sínu á Hótel Sögu í kvöld með tónleikum og dansleik. „Næst þegar ég kom fram var ég orðin fimmtán ára og það var í Austurbæjarbíói. Þá var verið að kynna rokk og ról fyrir Íslendingum og breska hljómsveitin Tony Crumbie and his Rockets flutt til Íslands. Hljómsveit Gunnars Ormslev spilaði fyrir hlé og ég var beðin um að syngja með þeim. En ég söng ekkert rokk, bara falleg lög. Mér fannst þetta óskaplega gaman og þá held ég að ég hafi ánetjast dægurlögunum.“ Síðan tók við glæstur ferill Helenu og spilaði hún lengi vel með hljómsveit Ingimars Eydal. Hún segir árin í Sjallanum á Akureyri með þeirri sveit hafa verið eftirminnileg. „Við fengum svo góðar viðtökur frá fólki. Svo þegar hljómsveit Ingimars Eydal hætti í Sjallanum stofnaði Finnur Eydal, eiginmaður minn, hljómsveit og við fórum syngjandi og spilandi um allt land í tólf ár,“ segir Helena. Hún bætir við að maður verði að hafa unun af tónlist til að vera svona lengi í bransanum. „Þetta er ekki hægt nema þetta sé gaman. Svo er ég alltaf að syngja með svo frábærum strákum. Þeir eru allir saman góðir vinir mínir og boðnir og búnir til að spila með mér hvenær sem ég hóa.“ Helena hlakkar til kvöldsins á Hótel Sögu. „Við gerðum þetta í haust þegar ævisagan mín kom út. Þá vorum við með tvenna tónleika á Græna hattinum og svona eina á Hótel Sögu. Það tókst svo glimrandi vel. Húsið troðfylltist og fólk dansaði til tvö um nóttina. Það var svo gaman að sjá hvað fólkið naut þess að dansa þannig að við vildum endurtaka leikinn. Við endum á rokksyrpu á tónleikunum áður en ballið hefst og fólk iðar í skinninu að fara að hreyfa sig og flykkist út á gólfið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í kvöld en með Helenu syngja Þorvaldur Halldórsson og Alfreð Almarsson. Hljómsveitina skipa Gunnar Gunnarsson á hljómborð, Sigurður Flosason á saxófónn og slagverk, Brynleifur Hallsson á gítar, Árni Ketill á trommur, Friðrik Bjarnason á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Grímur Sigurðsson á trompett. Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
„Ég var tíu ára gömul þegar ég söng fyrst í útvarpi. Þá söng ég sæta, litla Bach-melódíu sem heitir Létt dansa litlir blómálfar sem var spiluð í barnatímanum í útvarpinu. Þarna er ég bara barn en samt var þetta músíkalskt og fínt,“ segir söngkonan Helena Eyjólfsdóttir. Hún fagnar sextíu ára söngafmæli sínu á Hótel Sögu í kvöld með tónleikum og dansleik. „Næst þegar ég kom fram var ég orðin fimmtán ára og það var í Austurbæjarbíói. Þá var verið að kynna rokk og ról fyrir Íslendingum og breska hljómsveitin Tony Crumbie and his Rockets flutt til Íslands. Hljómsveit Gunnars Ormslev spilaði fyrir hlé og ég var beðin um að syngja með þeim. En ég söng ekkert rokk, bara falleg lög. Mér fannst þetta óskaplega gaman og þá held ég að ég hafi ánetjast dægurlögunum.“ Síðan tók við glæstur ferill Helenu og spilaði hún lengi vel með hljómsveit Ingimars Eydal. Hún segir árin í Sjallanum á Akureyri með þeirri sveit hafa verið eftirminnileg. „Við fengum svo góðar viðtökur frá fólki. Svo þegar hljómsveit Ingimars Eydal hætti í Sjallanum stofnaði Finnur Eydal, eiginmaður minn, hljómsveit og við fórum syngjandi og spilandi um allt land í tólf ár,“ segir Helena. Hún bætir við að maður verði að hafa unun af tónlist til að vera svona lengi í bransanum. „Þetta er ekki hægt nema þetta sé gaman. Svo er ég alltaf að syngja með svo frábærum strákum. Þeir eru allir saman góðir vinir mínir og boðnir og búnir til að spila með mér hvenær sem ég hóa.“ Helena hlakkar til kvöldsins á Hótel Sögu. „Við gerðum þetta í haust þegar ævisagan mín kom út. Þá vorum við með tvenna tónleika á Græna hattinum og svona eina á Hótel Sögu. Það tókst svo glimrandi vel. Húsið troðfylltist og fólk dansaði til tvö um nóttina. Það var svo gaman að sjá hvað fólkið naut þess að dansa þannig að við vildum endurtaka leikinn. Við endum á rokksyrpu á tónleikunum áður en ballið hefst og fólk iðar í skinninu að fara að hreyfa sig og flykkist út á gólfið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í kvöld en með Helenu syngja Þorvaldur Halldórsson og Alfreð Almarsson. Hljómsveitina skipa Gunnar Gunnarsson á hljómborð, Sigurður Flosason á saxófónn og slagverk, Brynleifur Hallsson á gítar, Árni Ketill á trommur, Friðrik Bjarnason á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Grímur Sigurðsson á trompett.
Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira